Þá ætla ég að selja dýrið vegna bílprófs.
Um er að ræða Hondu mt5 árg 97.

Ég setti í hana glænýtt 70cc kit fyrir mánuði síðan, ekið 50 km. Mótorinn fer ALLTAF í gang í fyrsta kicki og mótorinn gengur mjög vel og drepur aldrei á sér í hægagangi nema að þú drepur á honum sjálfur. Ég tel það mjög mikilvægt.

Hún er mjög kraftmikil miðað við aðrar nöðrur sem ég hef prófað. T.d hef ég tekið ts, rmx, mtx og nýja vespu frá nitro og vdo í spyrnu.
Mt5 hjólin eru þekkt fyrir að vera létt að framan og kraftmikil. Það prjónar létt á sæmilegri ferð en yfirleitt prjóna nöðrur bara á kúplingu. Hámarkshraði hennar er örugglega hátt í 100km/h (mælirinn sýnir 80km/h þannig ég veit ekki hvað ég er kominn hratt þegar hann er búinn að vera í botni í nokkrar sek þangað til 5 gírinn klárast) .. svona til að gera ykkur grein fyrir kraftinum í henni.

Ég er búinn að gera hitt og þetta fyrir hana:
-Nýr kúplingsbarki
-Nýjar legur í afturdekki
-Ný mótorolía
-Nýtt kerti
-Nýtt afturljós

Síðan notaði ég tækifærið til að skipta um pakkningar í mótor þegar ég setti kitið í:
-Ný headpakkning
-Ný cilinder pakkning
-4 nýjar pakkningar í blöndung.

Það þarf aðeins að lappa upp á hana fyrir þá kröfuhörðu en það vantar nýtt gler á framljós (kostar um 2000 þús krónur hjá bílabúð benna), nýja framljósperu, pedalar pínu beyglaðir, nokkrar rispur í grind og handfang vantar á frambremsu (kostar um 1200 kr í suzuki umboðinu)

Öll stefnuljós fylgja með en þau þurfa ekki að vera á fyrir skoðun. Einnig er ég með gamla númerið hennar.

Síðan á ég stóran kassa með varahlutum úr hondu mb .. flestir hlutirnir passa á milli.
Og síðan er ég líka með 2 extra dekk, glænýja framfelgu, afturfelgu og einhver tannhjól.

Hjólið svínvirkar!

Ég set á hana 75 þúsund.

Spjalla bara við mig á msn (fogeti@gmail.com) fyrir myndir og upplýsingar eða í gegnum síma.