Nú býst ég við því að einhver hér geti frætt mig um þetta og vil ég endilega að aðeins fólk sem er með þetta 100% á hreinu láti ljós sitt skína. Amk. takið það fram ef þið eruð ekki alveg viss.

Nú er það þannig að ég hef verið að íhuga að kaupa mér hjól(krossara/enduro). Spurningin er hinsvegar, ef maður ætlar að hjóla eitthvað á því þarf maður þá að vera með einhverskonar próf eða réttindi þó maður setji það ekki á númer/skrá og ætli ekki að vera að hjóla á þjóðvegum landsins (malbiki)? (aðallega hugsað mér að leika mér á gömlum malarvegum og einhverstaðar utanvega þar sem ég er ekki að eyðileggja neitt eða brjóta nein lög s.s. í fjörum og einhverskonar gryfjum)

Nú vil ég taka það fram að ég er nýbyrjaður að sýna þessu áhuga og er þ.a.l. ekkert inní þessu. Allt skítkast er vinsamlegast afþakkað og þjónar það engum tilgangi.