Góðan dag, ég á í smá vandræðum með vespu sem ég á ! Þetta er Yamaha vespa árgerð 1997 vel farin og allt það en alltaf þegar ég tek af stað á henni þá gefur hún alveg eftir og drepur á sér nema ég sleppi inngjöfinni. Þetta er ekki kertið því ég er búinn að kaupa nýtt kerti og þetta er allt eins. Svo er það það allra versta að ég er úti á landi og verð í sumar og hér er enginn sem getur hjálpað mér nokkurn skapaðan hlut :(.. Getur einhver reynt að segja mér hvað þetta er.. ég gæti helst ýmindað mér að þetta sé bensínstífla eða eitthvað í þá áttina. Öll hjálp vel þegin hvort sem þið sendið það hérna inn eða sendið mér mail á ibv@islandia.is :) Takk fyri