smá vandamál með hjólið mitt og vantar álit frá einhverjum reynslubolta.

Málið er þannig að ég blandaði 1/3 af 1lítra brúsa af tvígengisolíu á 10lítra. Fyrri eigandi blandaði alltaf 1:40. Ég hringdi í nitro og þeir sögðu að ég ætti að blanda 1:30.

Allaveganna, málið er þannig að eftir smá tíma byrjar hjólið að reykja alveg óvenjulega mikið, ég náttúrulega stoppa einsog skot og sé að það er búið að vera spýtu útur pústinu smurolíu!

Allaveganna mín spurning er sú hvort að þetta gæti stafað af því að ég blandaði of mikið af tvígengisolíu? eða það sé komin tími á stimpil, notabene, búið að keyra það 10-11tíma síðan síðustu stimpilskiptum(skvmt. fyrri eiganda) og það kraftar alveg svaka vel samt sem áður. Það er náttúrulega ekkert mál að skipta um stimpil í þessum hjólum en helgin var/er plönuð og ég kemst ekkert í bæinn að kaupa stimpil

Hjólið er af gerðinni Kawasaki KX 250

Með fyrirfram þökk, Sölvi Má
*SpEaRs*Magnific0