Nú eins og margir að þá hef ég verið með mótorhólabakteríuna frá því að ég var lítill en aldrei átt mótorhjól. Nú undanfarið hef ég verið að skoða heimasíður umboðana og heyrt svipaða dóma um allar gerðir krossara og var að velta því fyrir mér þar sem að ég geri fastlega ráð fyrir því að inni á þessu áhugamáli eru menn sem hafa misjafna reynslu af krossurum að hvort það sé einhver gerð sem stendur eitthvað úppúr umfram aðrar gerðir.

Nú geri ég mér fulla grein fyrir því að hver þykir sitt hjól best því að þetta eru jafnmikil trúarbrögð og hvað annað en ég er aðallega að falast eftir upplýsingum hvort einhver gerð sé betri en önnur í 125-250cc krosshjólum.

Látið í ykkur heyra!
MacLeod