Jæja í gær upplifði ég tilfinningu sem ég hef ekki fundið síðan ég var að fikta við skellinöðruna mína. Jú ég keypti mér hjól.
Hjólið er Honda CBR 1000 '88 og þarfnast örlítilla lagfæringa. Hjólið hafði ekki verið sett í gang síðan því var lagt síðasta sumar og þurfti því aðeins að þrífa og ditta að. En viti menn kl 2300 í gærkveldi rauk það í gang, með smá hvatningu (startgas) og hef ég ekki fundið jafn yndislega tilfinningu skjótast eftir öllum taugum mínum síðan ég veit ekki hvenær.
Allt á hjólinu virkar og er nú bara spurning um að koma því í skoðun og tryggja. Einn hængur er á, því ég mun ekki geta keyrt hjólið (löglega) fyrr en um mitt sumar því ég er ekki kominn með próf (er 24ára í dag, hvað var ég að spá) og á hvorki hjálm né galla. Hins vegar þá ætla ég að leyfa vini mínum að hafa hjólið þangað til og verð ég því að láta mér nægja að vera hnakkskraut.

Ég prófaði hjólið samt í gær og átti bágt með svefn í nótt.