Vefstjóri hefur tvisvar gert tilraun til að setja upp skráningu fyrir motocross keppnina sem mun fara fram á Ólafsvík 29. mars en án árangurs.
Í báðum tilvikum komu upp vandamál sem afgreiddust sem “furðuleg” og ákveðið var að skoða þetta síðar. Í kvöld hafði vefstjóri góðan tíma til að skoða þetta og niðurstaðan er að einhverjar breytingar (mistök/klúður=“orð vefstjóra”) hafa verið gerðar hjá Halló Heimsnet sem hýsir vefinn þar sem “Active Server Pages” eða svokallaðar ASP skrár ná ekki að keyrast upp. Þetta hefur í för með sér að skráningarformið sem notað hefur verið við undanfarin 2 ár virka ekki.
Vefstjóri mun hafa samband við fyrirtækið á morgunn. Fer það allt eftir því hvort samband náist við einhvern sem kann á serverinn og veit hvað hann er að gera (smá pirringur…).Skráningin getur hinsvegar ekki beðið lengur og eru menn því beðnir um að senda email á vik@motocross.is og láta koma fram nafn, kennitölu, heimilisfang, keppnisnúmer, keppnisflokk, hjól, símanúmer og email. Fyrir hönd hvaða félags þeir keppa, kreditkortanúmer og gildistíma eða hvernig þeir vilja ganga frá greiðslu en keppnisgjald er 3þús kr.