Hafið þetta í huga
Það er staðreynd að ef maður verður var við börn í bíl er betra að passa sig samkvæmt könnun sem fyritækið Autoglass gerði. En MCN skýrir svo frá.

Fjórar af hverjum fimm mæðrum (79%) líta af veginum til að sinna börnum sínum, (69%) aka of hratt og yfir helmingur þeirra (54%) ekur yfir á rauðuljósi.

Að ferja börnin á hinar ýmsu uppákomur skilar venjulegri móður í bílinn 28 sinnum í viku (meðaltal) og í Bretlandi þar sem könnunin var gerð þýðir það 19 milljón ferðir á dag. Og þegar inní það er tekið að 7 af hverjum 10 mæðrum viðurkenna að að þær verði fyrir svo miklum truflunum að þær ættu ekki að vera í akstri er ekki skrýtið að 1 af hverjum 4 lendi í slysi.

Og helmingur viðurkennir að þær akir hörkulega, 40% keyri utaní og þeirri staðreynd að ofan á allt hitt, er verið að kjafta í símann þá hefur límmiðinn “BARN Í BÍLNUM” hlotið nýja og óhugnalega merkingu.