“tekið af <a href=”http://www.hondaracing.is“>www.hondaracing.is</a>” og þetta er lika á <a href="http://www.motocross.is“>www.motocross.is</a>
Í gær undirritaði VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) samning við Reykjavíkurborg um afnot af Álfsnesi undir motocross-braut til næstu 17 ára. Um er að ræða um 16 hektara lands og munu framkvæmdir við motocross braut hefjast í næstu viku og mun þeim ljúka á vormánuðum. Væntanlegur er til landsins sænskur sérfræðingur í gerð motocross brauta og mun hann hafa yfirumsjón með framkvæmdum.
Á svæðinu verða brautir fyrir krakka og unglinga auk þess brautar í fullri stærð skv. alþjóðlegum stöðlum. Fyrsta Íslandsmótið verður á brautinni í ágúst.



Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 25 ára í haust og hefur aldrei haft varanlega aðstöðu til iðkunnar íþróttarinnar. Hefur klúbburinn verið með aðstöðu á 32 stöðum á þessum aldarfjórðungi. Um 300 meðlimir eru í félaginu og alls er áætlað að 500 menn og konur stundi motocross á höfuðborgarsvæðinu. Mikill fjöldi stundar einnig íþróttina á landsbyggðinni og eru keppnisbrautir á Ólafsvík og Akureyri, í Vestmannaeyjum og fleiri stöðum. 14 keppnir í motocross, enduro og íscrossi eru skipulagðar víðsvegar um landið á árinu og keppenda fjöldinn mun nálgast 200. Aldur þeirra er frá 12 ára og langt yfir fimmtugt.

<br><br>Kikið á <a href=”http://www.teamkfc.tk">www.teamkfc.tk</a