Hvað ætli komi fyrir varahluti/aukahluti sem umboðin flytja inn í mótorhjól á leiðinni til Íslands, hugsanleg skýring er að flutningurinn fari fram með árabát og sá sem rær sé á himinháu tímakaupi.

Ég ætlaði að kaupa viðgerðabók í ónefndu umboði um daginn, ég hringi til að athuga verðið, viðmælandi minn hjá þessu umboði segir mér það að hún kosti 18000kr, Átján Þúsund Krónur fyrir bókina.

Ég þakkaði nú bara fyrir mig, sagðist ætla að bíða aðeins og fór að skoða á netinu. Þessa sömu bók get ég fengið í USA fyrir 63 dollara, og í Evrópu fyrir um 60 evrur. Þessi bók getur semsagt verið komin í mínar hendur fyrir um 6000kr.

Nú spyr ég, finnst einhverjum þetta eðlilegt ?