Ég mátti til að pósta þessu hér.
Jay Leno á hjól með túrbínu þyrlumótor. Þannig er mál með vexti að eftir ákveðna flugtíma verður að endursmíða þessa þyrlumótora, það getur kostað um 80 þúsund dollara og því er oft hægt að kaupa þessa mótora ódýrt þar sem þeir eiga nóg líf eftir þó svo ekki megi nota þá í flugvélar eða þyrlur.
Hann keypti sér því svona mótorhjól og það hefur tilheyrandi þotuhljóð og fer kvartmíluna á undir 9 sekúndum. Það skilar um 300 hestöflum á hámarkssnúning og hröðunin er óguðleg.
http://popularmechanics.com/automotive/sub_coll_leno/2001/8/recycled_jet_setter/
Njótið vel.
