Jæja… mig langar til að deila með ykkur smá sögu.

Forsagan er sú að 5. Oktober í fyrra(2001) var hjólinu mínu stolið.
(sjá http://www.hugi.is/motorhjol/greinar.php?grein_id=29895 )
Sama kvöld fór ég til lögreglu og tilkynnti það stolið.
Það reyndar tók dálítinn tíma því í fyrstu héldu þeir að ég væri að
fara að tilkynna stolið reiðhjól. En eftir að ég kom þeim í skilning um að um mótorhjól væri að ræða þá fékk ég að ræða við vaktstjóra og gerði skýrslu.

Síðan, heyrði ég ekkert meir.
Ég bað alla sem ég þekkti að hafa augun opin, lét bæta hjólinu
við í “Stolin hjól” dálkinn á heimasíðu sniglanna (http://www.sniglar.is)

Síðan líður og bíður.
Í lok júní/byrjun júlí á þessu ári(2002) fékk mamma mín þessa fínu
hugmynd að prufa að hringja niðrá skráningarstofu og athuga hvort einhver hefði reynt að skoða hjólið eða breyta um eigendur.
Þeir segja henni, að þeir hafi engar upplýsingar um að þetta hjól hafi verið/sé stolið.
Segja henni einnig að lögreglan sendi þeim alltaf upplýsingar þegar
farartækjum er stolið, en þeir hafi ekki upplýsingar um þetta hjól, svo líklega sé það ekki skráð stolið.
Mamma mín hringdi svo í mig og bað mig að tala við lögegluna og athuga málið.

Sama dag hringi ég í lögregluna og maðurinn sem ég tala við þar gat með engu móti fundið skýrsluna sem hafði verið gerð.
Hann var því sammála, hjólið var ekki skráð stolið og bað mig um
að koma aftur og gera nýja skýrslu til að bjarga þessu.

Ég trassaði að fara, og var dálítið svekktur og hugsaði með mér að
ef að hjólið hefði verið skráð stolið þá væri það kannski fundið.
Samt sem áður trassaði ég að fara niðrá lögreglustöð.

En, núna síðasta föstudag (23 ágúst) var lítið að gera hjá mér í vinnunni, svo ég bruna niðureftir til að gefa skýrslu.´
Ég útskýrði fyrir manninum í afgreiðslunni hvað málið var, og hann hringir í einhvern fyrir innan, og gefur mér svo samband við þann aðila.

Sá sem ég talaði við skildi ekki hvað ég var að fara, og sagðist hafa fundið málið um leið og sagði að ég hefði líklega bara talað við einhvern sem ekki kynni að leita að málum.
Svo las hann fyrir mig upp úr skýrslunni:
“5. Oktober kl 23:33 kemur þú hingað og tilkynnir að hjóli
hafi verið stolið frá Snorrabraut 33 úr porti”
Þarna muldraði ég eitthvað um að það hefði verið nr 35 en ekki 33.
Síðan hélt hann áfram:
“Og svo er viðbótarskýrsla hérna; ”9. Oktober finnst hjólið
í runna við miklatún, krókur tekur hjólið og skýrsla tekin.“”
Þarna var ég bara “haa? hvað meinaru?”
Hann bað um að fá að tala við manninn í afgreiðslunni, sem svo síðar leiddi mig inn til aðstoðaryfirvakstjóra eða eitthvað álíka.

Hann grúskaði í þessu, og miðað við skýrsluna hafði hjólið fundist
9. Oktober og enginn vafi hafi leikið á að þetta hafi verið mitt hjól.
Hann hringir í krók, og ég heyri hann segja í símann: “og jájá.. er
hjólið bara búið að vera hjá ykkur allan þennan tíma?”
Vá hvað ég var hissa… vissi ekkert hvernig ég átti að vera, glaður eða pirraður.
Hefði viljað fá að vita af hjólinu mínu.

Hann segir mér að fara niðrí Krók og tala við þá, en gefur mér
jafnframt sitt símanr ef þeir vilja fá of mikið fyrir hjólið.

Ég fer, og fæ að skoða hjólið, og jújú.. þetta var hjólið mitt…
lítið um skemmdir (ekkert áberandi sjáaanlegt).

Hann hjá krók fer svo að reikna… og segir mér að ég skuldi þeim
120 þúsund fyrir geymslugjald í 10 mánuði + flutningskostnað.
En afþví að mitt mál var svona “sérstakt” þá var hann til í að
lækka kostnaðinn í 70 þúsund.


Ég var, einsog gefur að skilja enganveginn sáttur… ekki mín sök
þó ég sé ekki látinn vita.
Svo ég tala aftur við lögregluna, sem fór að vinna í málinu á föstudag.
Í fyrradag (mánudag) heyri ég frá lögreglunni, sem (sem betur fer) tilkynnir mér að þeir muni taka allan kostnað. Þeir væru bara að
semja við Krók, og ég ætti að geta náð í hjólið á þriðjudag.
Á þriðjudag (í gær) var mér sagt að þetta gengi eitthvað hægt, en núna í morgun (miðv.) var mér sagt að ég gæti náð í hjólið hvenær sem ég vildi hjá Krók.

Weeeee……
Núna er ég bara að bíða eftir að kerran sem ég fæ lánaða á eftir losni, svo fer ég og næ í hjólið.


En, samt ekki sáttur.
Hjólið fannst 4 (FJÓRUM) dögum eftir að því var stolið.
Og ég var aldrei látinn vita.
Ég hefði líklega aldrei fundið hjólið ef mamma hefði ekki hringt og
farið að forvitnast um það.
Og ætla svo að láta mig borga… já neinei.

En svona er þetta með flesta, maður er svo saklaus að maður gerir
að sjálfsögðu ráð fyrir því að maður fái tilkynningu þegar/ef hjólið finnst.

Núna er það búið að standa í 10 mánuði…
Ýmislegt sem þarf að kíkja á áðuren ég gangfæri hjólið…
Bensín… olía.. olíusía etc.
*pirringur* Hefði getað verið á hjóli í allt sumar… En tók strætó
í staðinn…

Jæja, vill bara benda fólki á að fylgja málum eftir ef það týnir einhverju svona.

Ég vill líka þakka lögreglunni fyrir að hafa komið vel fram (eftir að þetta kom í ljós) og gert þetta sem auðveldast fyrir mig.
Síðan á Jói í velhjól og sleðum hrós skilið, já og vélhjól og sleðar bara yfir höfuð. Bjarga mér með mynd af hjólinu, hengja upp auglýsingu hjá sér og ágætis stuðningur.
Og vefur snigla, fyrir að hafa bætt við hjólinu mínu þarna.


- Natti