Fór einhver hér á íscrossið á mývatni laugardaginn 23. Ég fór og fannst þetta góð keppni. Yamaha kallarnir voru helvíti góðir en minn maður var alltaf í rassgatinu á þeim og fór stundum fram úr þrátt fyrir að vera á GJÖRSAMLEGA ÓNÝTU afturdekki. Í sumum kubbunum var hægt að taka naglana úr með höndunum. Hann keppti á nýja CRF inu og þetta var hans fyrsta keppni. En þetta var góð keppni og flott brautt og var mjög löng með frekar löngum beinum köflum og einnig beygju köflum. Síðan voru þarna bílar sem gerðu ekkert nema að grafa brautina meira og gera hana erfiðara fyrir hjólin. Sá eini sem hafði gaman af þessu bílacrossi var örugglega bílstjórinn. En þetta mót var skemmtilegt og mikil barátta og bjarni bærings og yamaha haukur sigruðu.