Snigl (hægakstur)

Eins og það er gaman að þruma með rörið snúið í botn á góðum, hlykkjóttum vegum (aldrei yfir hámarkshraða að sjálfssögðu), þá vitum við að mestur hluti tímans sem við (amk þau okkar sem eiga ekki bíla á sumrin) eyðum á götuni fer í að sniglast í umferðinni í þéttbýlinu. Ferðir í Kringluna, Sundlaugina, útí sjoppu eða í vinnuna á morgnana, druknandi í umferð “stálbúra” (betur þekkt sem bílar).

Við sniglumst daglega en samt eru svo fáir hjólarar sem kunna virkilega að sniglast í hæggengri umferð í dag. Við verðum að muna það að þótt það sé mikilvægt að kunna þjóðvegarakstur og það sem honum fylgir þá getum við öll haft gagn að því að kunna Sniglatæknina.

Mín skilgreining á “snigli” er um það bil gönguhraði, og er auðvelt þegar maður þekkir nokkur brögð.

Rétt áseta:
Margir hjólarar freistast til að nota útlimi sem jafnvægisstangir þegar þeir sniglast. Venjulega er þetta að færa hnéð frá tankinum sem mótjafnvægi í hægari beygjum. Ef þú stendur sjálfan þig að þessu, vertu þá viðbúinn því að stíga niður. Rétt áseta er mjög mikilvæg. Sittu þægilega á hjóinu og klemmdu tankinn á hjólinu milli hnánna. Ekki hreyfa þig mikið því það framkallar stjórnáhrif á hjólið. Haltu fótunum á pedulunum

Sjón:
Það að gleyma að horfa fram fyrir sig er líklega algengasta villan í snigli. Besta æfingin gegn þessu er líklega að setja upp keilur með sirka 4 metra millibili og sviga á milli þeira á lítilli ferð. Á meðan þú ferð milli tveggja keilna ættiru að vera að skipuleggja leiðina sem þú ætlar að fara milli næstu tveggja, sem ættu að vera sirka 3-5 metra í burtu. Margir hjólarar líta aðeins 3-5 fet framfyrir sig (1-1.6 metra) sem gerir það að verkum að þeir eru valtir. Með því að líta almennilega vegalengd fram fyrir sig þá gefurðu heilanum nægan tíma til að ákveða hvaða leið þú villt fara og þarft þá ekki að gera svona margar skyndileiðréttingar. Neyddu þig til að horfa fram, ef þú gerir það þá finnurðu hvað það hjálpar þér við sniglið.

Frambremsan:
Undir eðlilegum kringumstæðum er frambremsan ómetanlegt tól til að halda stjórn á hjólinu þínu. En á litlum hraða meðan framdekkið er í beygju þá getur hún verið of öflug til að stoppa mjúklega. Ég reyni að nota ekki frambremsuna í sniglinu. Afturbremsan er feykinógu öflug, passaðu bara að hreyfa þig ekki mikið til á meðan þú setur fótinn á bremsuna (ef hann er ekki þar, eins og hann ætti nú að vera) því þá skemmirðu jafnvægið.

Snuðað á kúplinguni:
Annað lykilatriði varðandi snigl er kúplingin. Flest hjól í dag hafa svokallaða blautkúplingu, sem þýðir að diskarnir í kúplinguni eru í olíubaði til að halda þeim köldum. Þetta gerir það að verkum að snuð í stuttan tíma skemmir ekki kúplinguna. Þegar þú ert að hjóla hægar en hægagangurinn leyfir þér þá stjórnarðu hraðanum með því að toga kúplinguna framhjá tengipunktinum. Þegar þú ert farinn að fara of hægt þá slakarðu kúplinguni smávegis þangað til þú ert aftur kominn á smá ferð. Þú getur gert þetta í svolítinn tíma án þess að skaða kúplinguna.

Með því að nota þessar aðferðir þá verðuru betri en 80% allra hinna í snigli.

SNIGLUMST Í SUMAR! GÖNGUM Í SNIGLANA!