"fjórhjóladrifið" mótorhjól?? Þessi mynd er ein fyrsta sönnun þess að Yamaha er alvarlega að vinna í því að hanna lausn á aldrifsbúnaði (drif á báðum hjólum) fyrir aflmestu hjólaseríuna sína. Einn hjólari sem hefur prófað hjólið, sem er af R1 gerð, heldur því fram að þetta gjörbreyti aksturseiginleikum hjólsins til hins betra, og gerir það að verkum að hraður akstur í bleytu verður betri.

Aldrif fyrir mótorhjól gæti einmitt verið byltingin sem mótorhjólamenningin í dag þarfnast í ljósi aukins krafts og minni þunga á mótorhjólum.

R1 gripurinn sást á keppnisbraut á Spáni þar sem tæknilið Yamaha var að gera tilraunir með aldrifið, sjá hversu gott það væri í raun og veru. Prufuhjólið er afrakstur 10 ára þróunarvinnu í samvinnu við Öhlins (sem er í 75% eigu Yamaha). Þeir hafa unnið að hönnun kerfisins síðan 1992. Vitað er af Drullumallarahjóli sem var búið svipuðum búnaði og reyndist hann gríðarlega vel í torfærum.

Í dag er hlutverk fram- og afturdekkja í hröðun, beygjum og bremsun skýrt afmörkuð, og er þessi skýra skipting orsök takmarkaðra eiginleika stórra hjóla í dag því með tæknini sem er notuð í dag erum við komin að ystu mörkum nýtanleika þessarar hönnunar (afturdekk sér um hröðun, framdekk sér um bremsun). Með betri blöndun hlutverka dekkjana er hægt að stórauka grip og stöðugleika.

Þegar spyrnt er í á beinni braut á venjulegu hjóli er framdekkið fremur tilgangslítið, en þegar bremsað er þá lendir allt álagið á því. þegar tekin er beygja á venjulegu hjóli þá þurfa bæði dekkin að slást við mjög sterka krafta (miðflóttarafl). Þegar bremsað er í beygju eða gefið í þá geta dekkin misst grip með fyrirsjáanlegum viðgerðarkostnaði og fatakaupum (svo maður tali nú ekki um beinbrot og þaðan af alvarlegri áverka).

Með því að beina örlitlu af afli afturhjólsins til framhjólsins má auka aflið sem nota má í beygjuni því afturdekkið þarf ekki að spyrna meira, framdekkið togar og hjálpar til.

Aldrifskerfi Yamaha hefur líka annan áhugaverðan kost; meðan hjólað er á eðlilegan máta fer aðeins brot af afli afturhjólsins til framdekksins, en ef það aftara rennur til og fer að spóla þá eykst krafturinn sem fer til þess fremra og það togar hjólið áfram í beygjuna áður en afturdekkið rennur of langt og hjólið dettur.

Yamaha er þögult um árangur tilraunana en einn af ökumönnum hjólsins hefur gefið sig á tal við fréttamenn og “misst” útúr sér nokkur leyndarmál:

“Ég gat ekki ímyndað mér hversu mikin mun aldrifsbúnaður á mótorhjóli gæti haft á malbiki,” sagði hann. “Í drullumalli skiptir aldrifið miklu máli, sérstaklega þar sem drulla er mikil og þú finnur hvernig framdekkið mokar sig áfram. En ég var mjög efins um ágæti búnaðarins á malbiki - þar til ég fékk að prófa! Það er í raun mjög erfitt að keyra R1á kappakstursbraut eins og það kemur frá verksmiðjuni. Það spólar miklu meira en venjulegur ökumaður á að venjast og það prjónar mikið. Það undirstýrir líka og er mjög óstöðugt á ójöfnu undirlagi. Með öðrum orðum; það er erfitt að ná góðum tímum á því.”

“En eftir að ég fékk að prófa að keyra það með aldrifsbúnaðinn tengdann þá gjörbreyttist það. Það er ekkert mikið prjón lengur. Ef þú þeysir af stað þá lyftist það kanski 10-20 sentimetra, og vegna þess að hluti orkunar fer nú til framhjólsins þá er hægt að botnkeyra það í efri gírum án þess að missa framdekkið frá jörðu. Hjólið er líka hætt að undirstýra. Þegar þú leggur það í beygju finnurðu hvernig framdekkið togar þig í átt að innri kantinum. Og það sem er jafnvel enn áhugaverðara er það að þú getur tekið beygjuna í hærri gír en áður, sem gerir það að verkum að hægt er að nota meiri kraft á leið útúr henni og engar áhyggjur þarf lengur að hafa af því að missa hjólið í spól. Þetta er því bara keyrsla.”

“Og þetta er bara á þurru malbiki. Í bleytu verður breytingin enn geggjaðri. Þú getur ekið svo skarpt að þú þarft næstum að endurskoða hvernig þú keyrir í bleytu.”

Eini ókosturinn við kerfið virðist vera aukin þyngd. Það leynir sér ekkert á lítilli ferð að hjólið er þyngra en um leið og þú ert kominn á ferð og kerfið er farið að virka, þá eykst geta hjólsins svo mikið að þú hugsar ekkert um veikleikana.

Hvernig virkar svo kerfið???

Öhlins/Yamaha kerfið er svo einfalt og létt að það er hægt að smella því á næstum öll hjól. Einungis þarf að gera lágmarks breytingar á fjöðrun og gírkassa.

Kerfið er byggt á lítilli glussadælu sem fest er á gírkassann. Hún dælir vökva í gegnum kevlar-slöngu til glussamótors sem festur er á framhjólið. Vegna þess að dælan er fest á gírkassann þá getur framhjólið ekki snúist hraðar en afturhjólið og því mun það aldrei spóla. En þegar afturdekkið spólar þá pumpar pumpan hraðar og meiri kraftur flyst til framhjólsins. Vegna þess að glussi er notaður þá takmarkast aflflutningur til framhjólsins við um það bil 20% af orku afturdekksins, en þetta gæti samt þýtt að allt að 35 hestöfl fari í gegnum framdekkið!

Þegar kerfið er komið í framleiðslu má vænta þess að það kosti ekki meira en 50-80 þúsund krónur aukalega að fá hjól með útbúnaðinum frá verksmiðjuni.

Hvenær ætli við fáum fyrsta “fjórhjóladrifna” götuhjólið hingað á klakann?????