15 AMA Bandaríkjatitlar og tvíburar marka nýtt upphaf fyrir Carmichael.

Orlando(17.Mars, 2007) - Síðasti kaflinn í Supercross ferli Carmichaels var skrifaður síðastliðið Laugardagskvöld, þar sem að hann keyrði sína síðustu 20 hringi í Amp'd Mobile Supercross keppninni í “Citrus Bowl” í Orlando, sem að er meðal annars heimavöllur kappans.

Ætlar hann að reyna fyrir sér sem atvinnumökumaður í NASCAR bílakeppninni.

Eftir að hafa tilkynnt brottfallið frá Supercrossinu í “Sam Boyd Stadium” í Las Vegas í Maí síðastliðinn, þá hóf Carmichael tímabilið 2006 - 2007 sem val-keppni, þar sem að hann valdi hvaða keppnir honum langaði til að vera með í og keyrði þar af leiðandi sína síðustu 20 hringi á hverjum leikvanginum á fætum öðrum og kvaddi aðdáendur sína í síðasta skipti í hverri borg fyrir sig.

Í hverri keppninni í ár hefur hann farið með þvílikt flotta opnunar hátíð þar sem að hann hefur þakkað fyrir sig og verið með fallega sýningu fyrir fólkið(Stewart fór fram fyrir sig í einni af þeim sýningum í vetur).

Carmichael kláraði síðasta viðtalið með stæl.

“Að vera góður mótorhjóla ökumaður er einn hlutur, en ég vill láta minnast mín sem góðrar manneskju,”
sagði Carmichael.

Sem og ef að helgin hafði ekki nóg drama, þá fæddi kona Carmichaels, Ursula, tvíbura klukkan 03:31 og 03:33 á föstudags morgni. Bara einum degi eftir að börnin, Kadin og Elise komu í heiminn, keyrði faðir þeirra ekki bara síðasta Supercross keppni sína heldur í hans orðum eina af hans bestu.

“Þetta var keyrsla heils líftíðar,” sagði Carmichael.

Fyrr um daginn hafði hann farið og heimsótt fjölskyldu og vini, svo skrifaði hann eiginhandaráritanir og loks eyddi hann tíma með samtökum fyrir langveik börn sem að kallast “Make-a-wish”, þar eftir fór hann og klæddi sig í gallann fyrir sitt síðasta “húrra!” í supercrossinu.

Sterk flóðljós lýstu upp leikvanginn þegar Carmichael keyrði inn og byrjuðu aðdáendur strax að smella af myndum af Carmichael til að eiga hluta af supercross sögunni á mynd með tilheyrandi ljósflassi.

“Ég vill bara þakka ykkur aðdáendunum í eitt skiptið fyrir öll fyrir ykkar stuðning yfir árin”
Sagði Carmichael svo.

Næstu helgi (24 - 25.mars, 2007) mun Carmichael svo hefja sinn nýja feril sem Nascar ökumaður fyrir “Ginn Racing”.

“Þetta verður bara eitt af þessum Laugardagskvölda keppni, og það verða ekki þúsundir manna þar heldur,”
Sagði Rick, pabbi Carmichaels.
“Þetta verður skemmtileg keyrsla til brautarinnar sem að er í 100 mílna fjarlægð frá heimili okkar, og við sjáum til hvað gerist.”

Þegar “Big Rick” var spurður hvort að hann myndi verða viðstaddur aðra supercross keppni, yppti hann bara öxlum og sagði
“Örugglega Vegas, en ég fer á keppni ef að Ricky fer.”
Þetta er erfitt munstur að brjóta fyrir fjölskyldu sem að hefur ekki misst af einni einustu keppni af Supercross keppnum sonarins.

tekið og þýtt af:
http://www.supercross.cc.com/