Hjálmar eru eins og skór þeir eru með stærðir og númer sem verða að passa fyrir þá sem þá nota. Við kaupum ekki gönguskó númer 45 ef við notum gönguskó númer 42 því þá er mum meiri hætta á að við snúum okkur á ökla í næstu gönguferð. Okkur dettur ekki í hug að fara í fótbolta í fótboltaskóm númer 45 ef við eigum að nota skó númer 42 því að við vitum að það eru meiri en helmings líkur á að við meiðum okkur á ökla í svo stórum fótboltaskóm.
Víða erlendis verða þeir sem vinna við að selja hjálma að fara á sérstök námskeið til að mega selja þá. Þessir sölumenn eru jafnframt ábyrgir fyrir því að viðskiptavinurinn fari út úr versluninni með rétta stærð af hjálmi. Til að mæla stærð á hjálmi er notuð eftirfarandi mæling: Takið málband og mælið ummál höfuðs fyrir ofan augabrúnir, eyru og aftur fyrir hnakka. Sentimetramálið sem málbandið sýnir er undantekningarlaust sú stærð af hjálmi sem viðkomandi á að nora af hjálmi. Þetta á við alla hjálma jafnt skíða, reiðhjóla, hesta, vélsleða og mótorhjólahjálma.

Of stór hjálmur er hættulegur vegna þess að hann getur skekkst á höfðinu við högg og getur hæglega brotið bein, háls, nef, kinnbein, kjálka og fl.
Hjálmar hafa ekkert með útlit og fegurð að gera því ef þeir eiga að þjóna tilgangi þeim er til er ætlast er af þeim verða þeir að passa á viðkomandi höfuð.
Konur eru oft að hugsa um að hárið haldi sinni lagningu og kaupa þær því stundum of stóra hjálma. Vélsleðamenn vilja vera með húfu innan undir hjálminum, en ef svoleiðis hjálmur er notaður verður viðkomandi alltaf að vera með húfuna innanundir hjálminum eða að vera með minni hjálm til að nota þegar innanundir húfa er ekki notuð. Sama á um hestamenn þeir verða að nota tvo hjálma til að ríða út með. Annan þegar hlýtt er úti og auka húfu er ekki þörf og hinn þegar kalt er og þarf að nota húfu undir hjálminn.
VÍK er aðili af MSÍ (Mótorsportsamband Íslands) þar eru strangar reglur um hjálma. Samkvæmt reglunum má hjálmur ekki vera of stór til að keppandi fái ekki að keppa með hjálminn í keppnum hjá MSÍ (ef hjálmurinn er meira en einu númeri of stór má viðkomandi keppandi ekki keppa með hjálminn og fær þar af leiðandi frávísun úr keppni). Frá stofnun MSÍ hefur slysatíðni í Íslandsmótinu í “Enduro” (þolakstri) farið úr 6% slysatíðni niður í 0,8% . Almennt er talið að mótorhjólakeppnir séu hættulegar þeim er þær stunda, en aðildarfélög innan MSÍ gangast við reglum MSÍ og fyrir vikið eru keppnir MSÍ með hættuminnstu sportum landsins.

tekið af www.motocross.is
ekkert skítkast takk, er að reyna að lífga upp á áhugamálið.