Kawasaki ökumaðurinn James “Bubba” Stewart er einn sá besti í heimi í supercrossi ef ekki sá besti. Hér kemur örlítið um hann.

James Stewart (oftast þekktur sem James “Bubba” Stewart) fæddur 21. desember, 1985 er atvinnumaður í supercrossi, oft sagður vera Tiger Woods supercrossins. Hann er þekktur fyrir tækni sýna og hraða á brautum. James “Bubba” Stewart er fyrsti blökkumaðurinn til að leggja hjarta sitt og sál í supercrossið og gerast atvinnumaður. Hann hætti að nota gælunafnið “Bubba” þegar hann breytti keppnisnúmerinu sínu úr 259 í 7. Hann fann að hann var að stækka í sportinu. “Bubba” var gælunafnið hans í barnæsku og ákvað hann að það væri kominn tími til breytinga.

James Stewart fæddist í Bartiw í Florida. Faðir hans, James Sr, var motocross ökumaður og tók son sinn með á keppnir og lét hann svo byrja að hjóla ungan að aldri. Stewart keppti í sinni fyrstu keppni þegar hann var aðeins fjögra og hálfs árs og fékk hann sinn fyrsta styrktaraðila aðeins sjö ára gamall.

Sem barn, ferðaðist James um allt landið ásamt fjölskyldu sinni til að geta keppt í motocross keppnum. Fjölskyldan bjó í hjólhýsi og yngri bróðir Bubba, Malcolm var í heimavistaskóla. Sem nýliði vann James níu landstitla og varð þekktur fyrir ótrúlegan hraða og stór stökk, akstur eins og hans hafði aldrei sést áður hjá ökumanni á hans aldri. James “Bubba” gerðist atvinnumaður árið 2002 og keppti hann í 125cc flokki og fékk hann titilinn nýliði ársins 2002. Eins og áður kom fram er hann fyrsti blökkumaðurinn til að gerast atvinnumaður í þessu sporti. Tímaritið Teen People setti hann inn á listann sinn yfir “20 unglingar sem eiga eftir að breyta heiminum” í Apríl 2003 útgáfunni.

Í apríl 2005, í sinni þriðju keppni eftir að hafa farið upp í 250cc flokkinn gerðist James fyrsti blökkumaðurinn til að vinna 250cc THQ World Supercross Series keppni á Texas leikvanginum, vann hann menn á borð við Ricky Carmichael, Chad Reed og Kevin Windham. James vildi vinna tvær keppnir í viðbót á sínu fyrsta keppnistímabili í supercrossi innanhús áður en hann færi að einbeita sér að 2005 AMA National Motocross Championship (utanhús tímabilið). Eins og Carmichael vill James Stewart keyra í NASCAR í framtíðinni.

Styrktaraðilar Stewarts eru meðal annars Kawasaki, Fox, Monster engergy og Oakley. James “Bubba” Stewart er einnig í fjölmörgum tölvuleikjum sem tengjast sportinu.


tekið af nitro.is