Drif á aftur- og framhjóli Það eru fjourtán ár síðan Öhlins (eigandi Yamaha) byrjaði að gera tilraunir með framdrif fyrir mótorhjól.
Núna reikna þeir með að Yamaha WR 450 F sé að taka á sig endalega mynd með Öhlins búnaðinn.
Einnig er verið að skoða málið í sambandi við aðrar tegundir hjóla sem einnig gætu notast við framdrif.
Það væri í sjálfu sér ekki leiðinlegt að hafa R1 með framdrifi.


Mótorhjól með drif á báðum hjólum er engin ný uppfinning.
Fram að þessu hefur hinsvegar búnaðurinn verið í stærsta lagi.
Yfirleitt stórir og þungir hreyfanlegir hlutir sem hafa veri allt of fyrirferðamiklir.
Öhlins hefur hinnsvegar valið að notast við glussakerfi með litla vökvadælu sem er fest við hjólnafið að framan.
Vökvakrafturinn fyrir dæluna kemur frá tannhjóli á gírkassa hjólsins gegnum þrýstiventil sem stjórnar vökvamagninu.
Spólar afturhjólið fær framhjólið meira afl. Það er eingöngu nokkur fá hestöfl sem fara á framhjólið
og segja Öhlins menn að þeir séu búni að finna gott jafnvægi þar á milli.

Í bílaheiminum hefur fjórhjóladrif verið í notkun í meira en sextíu ár.
Þar af leiðandi bíðum við spennt eftir næsta skrefi frá tæknifræðingum Öhlins/Yamaha í Svíþjóð.


las um þetta fyrir svona 3 árum og það tók mig 2 klukkutíma að finna nafnið á honum
Thor