Aftur um Thumpstar. Gaman væri að fá nokkrar “reynslusögur”, hér fylgja nokkrir punktar frá mínum vinahóp:

Ég og minn vinahópur keyptum 10 stykki, fengum þau í lok maí. Þau hafa reynst mjög vel. Það hefur brotnað afturdempari í einu hjóli, en fæst væntanlega bætt, galli.
Svo erum við búnir að fara afturfyrir okkur á þeim; þ.e. tveir okkar það harkalega að púströrin skemmdust og aðeins “afturbrettið”. Pústin eru voðalega veikburða, það er þó hægt að gera ný göt á samskeyti, snúa uppá og setja saman aftur.

Mér finnst það galli á þessum hjólum hvað hitahlífin á pústinu er lítil, maður hreinlega brennir fötin sín á þeim, hitahlífin þarf að vera miklu lengri til að koma almennilega að gagni.

Þegar við fengum hjólin afhend voru nokkrir hlutir nánast lausir á þeim, s.s. bensíntankarnir, ventlahettur o.fl. - en það getur auðvitað gerst þegar menn eru að flýta sér að skrúfa þetta saman hérna heima, og kúnninn er að bíða eftir hjólinu.

Hjólin eiga það til að koka nokkuð þegar þau eru köld, þ.e. taka töluverðan tíma í að hitna, en það er svosem ekki mikið mál.

Krafturinn má auðvitað vera meiri, en 110 CC hjólið er þó alveg nægjanlegt, þannig fór ég t.d. aftur fyrir mig í öðrum gír á því, vissulega á smá misjöfnu en samt…

Smæl hjólbarða gerir það að verkum að hraðatilfinningin verður meiri á þeim; og í raun ekki hægt keyra þau eins hratt og hjól með stærri dekkjum.

Í heildina séð virðast gæðin góð og mjög góð kaup í svona hjóli að mínu mati.
- Hvað finnst þér ?
Thumpstar 110 CC árg. 2006, Yamaha WR 450 árg. 2005. Kitchen Aid hrærivél árg. 2005.