Drag race ! Danmörku dagana 31.08 – 02.09

-Dragrace
-Thin Lizzy
-Strip
-slagsmál

Danski klúbburinn Mosten MC er samanstendur af 8 meðlimum héldu hið árlega “treff” ca. 100 km suður af Hirsthals DK. Dagana 31.08 – 02.09, um 3000 manns og 2000 hjól voru á svæðinu. Mótið samanstóð af ýmsum uppákomum ásamt dragkeppni mótið fór fram á einum risastórum akri út í sveit og er Drag brautin gamall malbikaður sveitavegur sem liggur í gegnum akurinn.

Keppt var í eftirfarandi flokkum um 200 metrana:
-Standard japanar
-Open japanar
-sportflokkur
-enskur open (Triumpth – Norton osfrv.)
-opin harley
-Top fuel (Harley)

Nokkrar af stærri top fuel græjum í Evrópu voru mættar á svæðið, 800 + hestöfl, metið endaði í 4,94 sek. (200 m), þá í 242 km/klst. Hljóðin í þessum græjum voru víst ægileg !! (V twin harley með allt opið út)

Þarna voru Thin Lizzy ásamt öðrum hávaðseggjum (hljómsv.) sem lömdu þambarana fram eftir nóttu.

Hinu víðfræga húsmæðrastrippi var skellt á sviðið og klikkaði það víst ekki !!!! (þyrfti að innleiða hér heima)

Einnig voru sett upp víkinga”slagsmál” sem ekki er vitað hvernig fór ?

(Heimildir eru fengnar hjá hjólafélaga sem var á svæðinu um helgina e-ð drukkinn !!!