Góðan dag

Málið er það að vinur minn var að kaupa sér 600 ninju (Kawasaki) og á henni er eitthvað haugryðgað flækjupúst. Við reyndum að skipta um olíu á hjólinu (sem veitti ekki af, hún var handónýt og bensín í henni, hvað er þá að?? lélegir hringir???)Allavega, til að geta losað olíutappann urðum við að taka neðstu kúpuna af því og toga pústið frá til að ná tappanum niður. Svo þegar olían hafði lekið útum allt gólf þá sáum við að það var enginn séns að ná olíusíuni af hjólinu með pústið undir, þannig að við bara hæsttum við þá aðgerð.

Annað dáldið weird við þetta púst er það að að það liggur utaní vatnskassanum og gerir það að verkum að hjólið sjóðhitnar þegar maður lullar eitthvað, t.d. á ljósum og niður Bankastrætið og svona.

Spurningarnar eru þessar:
Er eitthvað vit í því að fara að rífa þetta haugryðgaða púst undan og setja það aftur undir? Hvar fær maður flækjur fyrir þetta hjól sem ekki liggja utan í vatnskassanum og hindra olíuskipti, og hvað kostar það?

p.s. eiga svona spurnigar kanski frekar heima á korkinum?