Ég er að spá í að hella mér úti Krossið. Er að vandræðast með val á hjóli. Ég hef ekkert verið á hjóli síðan að ég var 14-16 og er það allt gleymt og grafið því að ég er 26 í dag. Ég er að spá í að fá mér götuskráð Enduro hjól, þá helst 250 eða 450. Það er spurning hvort að ég eigi að fara fyrst á 250 og síðan á 450, ég vil hafa nægan kraft því að ég á eftir að keyra það eitthvað á þjóðveginum. Ég vil helst losna við að fá mér 250 hjól og þurfa síðan að skipta strax því að mig langar í meiri kraft. En hvað segið þið sem að þekkið þetta betur, er bara rugl fyrir byrjanda að fara strax á 450 hjól eða hvað?? Ég er auðvita líka að spá í merkin hef helst verið að skoða KTM og Yamaha er það málið??? Endileg komið með allar pælingar og skoðanir.
Kveðja Burdy