Nýlega var stofnað mótorhjólafélagið Ernir í Keflavík.
Markmið Ernis er að stuðla að bættri umferðarmenningu og auka öryggi bifhjólafólks. Efla samskipti og samheldni meðal bifhjólaeigenda á suðurnesjum og standa fyrir reglulegum hópferður yfir sumartímann.

Þeir eru þegar búnir að fara nokkra miðvikudagsrúnta og laugardagsrúnta. Í fyrstu ferð minni með þeim vorum við 27 hjól í samfloti og 2 í eftirdragi.(komu seinna en aðrir á áfangastað)
Ég hvet eindregið alla Suðurnesjamenn sem eru að hjóla að láta sjá sig.

Það er alveg magnað að vera þegar svona margir hjóla saman. Félagar í Erni eru orðnir um 80 manns, gæti það ekki passað sem næst stærsti mótorhjólaklúbbur á landinu. Hvernig væri að smala saman sem langflestum af þessum mönnum og konum í góða hringferð um landið ásamt öðrum klúbbum? Snákurinn yrði örugglega nokkuð langur. Ég hlakka allavega til að fara að hjóla með þeim í kvöld. Lagt af stað frá Frumleikhúsinu uppúr 20:00.