Ég eignaðist nýlega mótorhjól, yamaha fzr 600 og er svona rétt að byrja þetta eðlilega viðhald. Þar sem hjólið er ekki með tvöföldum standara þá á ég svolítið erfitt með að vinna í því, hvað gerið þið sem kannist við þetta?? Það er full mikið mál að rífa alltaf plastið af því til að tjakka upp eða eitthvað svoleiðis rugl. Ég þarf til dæmis að fara að skipta um legur að framan og ég get náttúrulega ekki lagt hjólið á hliðina þannig að ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu. Ef einhverjir veteran hjólarar hafa einhverjar lausnir endilega póstiði og bara generalt um viðhald….. Er t.d. í lagi að smyrja keðjuna með wd 40???
“If it starts I can race it”