Oft hef ég heyrt því fleygt að flugvélaeldsneyti sé með því besta
sem þú getur fengið á mótorhjól. Ég hef mikinn áhuga á því
að komast að því hvort það sé rétt. Því núna stendur mér það
til boða á hjólið mitt og guð veit að ég hefði mjög gaman af
smá kraftaukningu í þeim málum.

Svo vil ég líka spyrja, hvar getur maður látið reyna á
hámarkshraða hjóls, án þess að brjóta lögin með því að
þrykkja hjólum á vegum landsins? Veit einhver um flugbrautir
eða stór bílastæði yfir mílu að lengd? Ég er með '82 árgerð
4cyl hjól sem mig langar að komast að hversu hratt það
kemst.