Mótohjólamót í Skagafirði Halló

Ég var að velta fyrir mér, ætla ekki allir á 100 ára afmæli vélhjólamanna á Sauðárkróki?
Mótið er helgina 17-18 júni og það verður geðveikt stuð . Brautin á Sauðárkróki er mjög skemmtileg og er búið að laga hana mjög mikið síðan í haust . Það verður keppt í mörgun skemmtilegum greinum.


Keppnir sem eru til boða eru

1. Götuspyrna: Keppni fyrir þá sem eru á skráðum og skoðuðum mótorhjólum 2005 og eru orðnir 17 ára með ökuréttindi á mótorhjól.
2. Speedway-dirt-track: Keppendur sem fæddir eru 1988 eða eldri.
3. Enduro-rally: Keppendur sem eru fæddir 1991 og eldri.
4. Brekkuspyrna: Keppendur sem eru fæddir 1991 og eldri.
5. Drulluspyrna: Keppendur sem eru fæddir 1993 og eldri.

Skráning er á http://www.team-bacardi.tk/ og um að gera að skoða myndir á síðunni fullt af flottum myndum af brautinni og það sem við motocross menn höfum verið að gera í haust og vor.

Ég vona að það mæti sem flesti á þetta mót í Skagafirði því það verður án efa geðveikt stuð og um að gera að mæta með hjólin sin annahvort til að keppa eða bara til að horfa á!