Greetings

Undanfarin ár hefur mótorhjólafélagið Raftar í borgarnesi haldið mótorhjólasýningu á annað hvort sumardeginum fyrsta eða fyrsta mæ(man ekki hvort) og flest umboðin verið með hjól til sýnis í íþróttahúsinu í borgarnesi.
Síðastliðið haust var skipt um gólfefni í íþróttahúsinu og nú í vor kom í ljós að það er óleifilegt að fara með mótorhjól og bíla á þetta gólf vegna einhvurra ástæðna.
Athugað var um mörg önnur svæði til að halda þessa sýningu og var gamla mjólkursamsöluhúsið álitlegt, en bæjarstjórnin sagði nei við því vegna þess að það er verið að byrjað byggja hús allt í kring bara !núna!. Þetta sögðu þeir fyrir meira en mánuði síðan en enn er ekki byrjað að skófla moldinni burt!
Því lítur út fyrir það að engin sýning verði.
Þakka annars röftum fyrir ánægjulegar fjölskyldu og mótorhjólasýningar!

Ég er 15 svo ég er ekki í röftunum en pabbi minn er í þeim og mér leiddist alveg hroðalega þannig að ég fór bara að skrifa þetta og vona að einhverjir af ykkur hafi farið síðustu ár og hafi haft gaman af því ekki er annað hægt.