Jæja ég fór uppá kleifarvatn í dag (hjólaði uppytir) og það voru mjög fáir og mer fannst það eitthvað skrítið, og ég spurði gulla afhvreju það hefði verið svo fáir og hann svaraði að löggan hefði komið og bannað okkur að vera þarna.
FENGUM VIÐ EKKI FKN LEYFI TIL AÐ VERA ÞARNA, það kom í ljós að leyfið hefði verið afturkallað, afhverju er verið að því, við erum bara þarna í brautinni og erum ekkert að skemma neitt

Hér er copy/paste frá Motocross.is:

http://motocross.is/index.php?option=com_content&task=view&id=154&Itemid=1


Bæjarráð Grindavíkur hefur sent félaginu bréf og afturkallað bráðabirgðaleyfi fyrir akstri við Kleifarvatn og vísar frekari leyfisveitingum til Sýslumannsembættisins á Reykjanesi. Skv. bréfinu er það í verkahring sýslumannsembættisins að veita leyfi sem þetta en ekki á hendi Grindavíkurbæjar þrátt fyrir góðan vilja og skilning bæjarráðsmanna þar.

Þessar fréttir eru að sjálfsögðu mikið reiðarslag fyrir félagið og alla hjólamenn. Okkar tilfinning er sú að í vor hafi akstur torfæruhjóla utan vega á Reykjanesi verið mjög lítill þar sem menn hafi getað keyrt við enda Kleifarvatnsins með fullu leyfi opinberra aðila, amk. eftir bestu vitneskju okkar allra. Nú hefur leyfið hins vegar verið afturkallað að frumkvæði sýslumannsembættisins sem vill stöðva allan akstur við Kleifarvatn þar til og ef leyfi fæst með formlegum hætti og eftir réttum boðleiðum.

Í millitíðinni hvetjum við menn hins vegar til að sýna stillingu og taka þessu með jafnaðargeði og gæta eftir sem áður að því hvar þeir keyra. Við munum vinna í því á næstu dögum leita leiða til að endurnýja leyfið við Kleifarvatn í samráði við fulltrúa sýslumanns og aðra góða aðila. Varðandi önnur svæði þá standa samingaviðræður enn yfir vegna Bolöldu og Jósepsdalssvæðisins og svæðis við Þorlákshöfn. Brautin í Álfsnesi er enn lokuð og talsverða vinnu þarf að leggja í Sólbrekkubraut til að hún verði aksturshæf.

Hrafnkell Sigtryggsson
formaður VÍK


Svo var líka annað sem ég vill koma að, ég var að hjóla um dagin og svo alltíeinu byrjar eitthvað fífl að flauta á mig og gefa mér puttan, ok ég var á veginum ekki reiðstíginum, það var engin hestur í nánd eða neitt svoleiðis og þetta var greinilega hestamaður.
afhverju getið þið hestamenn ekki hætt þessu helvítis kjaftæði, þið eigið ekkert meir en við í veginum, þið þykjist eiga allt, svo líka áðan var ég að hjóla uppá hvaleyrarvatn, og þá byrjar líka eitthver gaur að flauta á fullu og gefandi manni puttan og öskrandi útum gluggan einsog hann væri eitthvað þroskaheftur.
ég er orðin MJÖG þreyttur á þessu rugli í ykkur hestamönnum, ok ég meina mjög margir fínir hestamenn sem láta mann í friði en þið hálfvitarnir þarna megið fara í rassgat, ég er búin að reyna að vera þolinmóður og sýna tillit til ykkar en það er ekkert hægt ef þið fíflin þarna haldið alltaf áfram að fokkast í manni ÚTAF ENGU. ég hjólaði ekkert á reiðstígum eða neinu en samt fæ ég skítkast.

Kv.Diddi