Góðan daginn.
Um daginn var ég og vinur minn að keyra á hjólunum okkar, skellinöðrum og keyrum hjá hesthúsa hverfi og þá horfa allir á okkur eins og það sé bara eitthvað að okkur. Svo kemur einhver hesta karl og stoppar okkur, við stoppum og slökkvum á hjólunum og erum kurteisir og þannig. Þá byrjar kallinn að ljúga uppá okkur að við vorum að keyra sama veg um daginn og þá var fullt af hestum þar ( þá var hann að tala um einhvern hestaveg sem var aðeins lengra, við vorum ekki á honum ) og segir að þetta sé stórhættulegt ef hestar sjá svona hjól og þannig. Svo sagði hann líka eitt sem ég bjóst ekki við að heyra “Það er ekkert mjög gott að lenda í sumum af þessum hestakörlum”. Maðurinn var bara með óbeina hótun! Svo hélt hann áfram að tala og við skiljum hann alveg og ákveðum bara að snúa við og fara aðra leið, og á leiðinni í burtu reynir annar hesta karl að stoppa okkur, og svo einn annar sýnir okkur puttann. Við vorum á venjulegum vegi, malbikaður og þannig. Alltaf þegar ég sé hestamenn þá annaðhvort drep ég á hjólinu eða fer bara mjög rólega framhjá á engum snúning. En þetta er það sem maður fær til baka fyrir að vera kurteis! Hótanir, putta og svo eins og hefur skeð fyrir gaura sem ég þekki, bara líkamsárásir.
Ef einhverjir hestamenn eru að lesa, verið bara á ykkar vegi og hættið að þykjast eiga alla vegi á landinu. Ég hef oftar en 10 sinnum séð hesta á götunni, ekki kem ég og lem ykkur eða sýni ykkur puttann.