Ég ætla að seigja frá mínu fyrsta hjóli (Er enn á því í bili).
Mitt fyrsta hjól er Kawasaki AE 80cc 84 árg.
Mig langaði alltaf til að byrja að stunda þetta sport svo ég fékk leyfi að
kaupa mér skellinöðru. Skoðaði ég allstaðar eftir skellinöðru, hringdi og e-mail-aði
en fann aldrei hjól sem henntaði mér (of dýr). En vinur hans pabba átti eitt hjól
sem var búið að vera í geymslu eitthvað um 2 ár því einginn kom því í gang.
Fékk ég hjólið og sagði hann að ef ég kæmi því í gang mætti ég eiga það, Ég fór
strax og reif það allt í sundur þannig að ekkert var eftir :). Þegar mótorinn var
tekinn í sundur kommst í ljós að það var búið að berja alla seglana úr svínghjólinu,
svo það var farið að leyta af svínghjóli í þetta hjól. Síðan var það fundið á ebay
og það var keypt og komið til landsins. Á meðan ég var að bíða var hjólið allt tekið
og pússað og notað lakkleysi á gamla lakkið sem var verulega ógeðslegt :).
Síðan kom svínghjólið og því var stungið á mótorinn og reynt að setja í gang en
mótorinn fór ekki í gang, Var leytað af einhverju öðru sem gæti hafa bilað en
þá kom í ljós að kveikjuheilinn var alveg dauður síðan var farið að leyta af 1 stk af kveikjuheila.
Á meðan það var í gangi var fundið alla aðra varahluti sem vantaði t.d. Hlífar, Pakkdósir,
O-hringi, Stimpilhring, tannhjól og svo frammvegis. Síðan var hjólið allt komið saman allir
hlutir á sinn stað og búið að lakka hjólið kawasaki grænt og sauma áklæði á hnakkinn,
en kveikjuheilan vantaði. En síðan var hann fundinn útí bretlandi í mótorhjóla búð á
horninu og var kveikjuheilanum komið heim og sett í hjóli.
Komst hjólið í gang og það hefur verið næstum því stanslaus notkun á því frá
því í sumar og búið að djöflast mikið á því.
Sumir seigja að þetta sé skellinaðra en flestir seigja að þetta sé krossari :P.

Nú er ég búinn að seigja frá fyrsta hjólinu mínu fæ mér nýtt von bráðum :P