Ég vildi skrifa hér smá grein útaf því að hér eru t.d. einhverjir að tala um að hjóla útúr bænum og kvarta undan löggunni.

Ok, allir hafa hjólað útúr bænum og ég líka, en er hættur því í dag vegna þess að þetta skemmir bara fyrir okkur mótorhjólamönnunum. Eilífar kvartanir sem berast til lögreglu o.fl. Þetta skemmir bara málstað okkar mótorhjólamanna og við megum bara ekki við því þegar við erum að reyna fá styrki o.fl.

Ok burt séð frá að skemma fyrir mótorhjólamönnum…

Segjum að einhver gaur á krossara sé að hjóla útúr bænum. Hann er ekkert að keyra rosa hratt en allt í einu hleypur barn fyrir hjólið og hann bombar á það. Barnið deyr. Fyrsta lagi hvernig orðspor kæmi þá á mótorhjólamenn, glæpamenn á morðtækjum?, í öðrulagi myndi gaurinn sem klessti á barnið aldrei jafna sig og í þriðja lagi gæti hann fengið skaðabótamál á sig frá foreldrum barnsins og jafnavel þurft að borga foreldrum barnsins tugi miljóna í skaðabætur og jafnvel ákærður fyrir morð af gáuleysi.

Hættum að hjóla útúr bænum….


Ég vil biðja líka þá sem ætla að svara greininni með einhverjum aula og töffarastælum að sleppa því.