Supercrossið að fara á fullan snúning Ef þú veist ekki úrslitin og ætlar að horfa á spennandi keppni á Sýna næstkomandi föstudag, þá geturu sleppt því að lesa ef þú vilt spennu.

Mike Alessi og Nathan Ramsey (Nate Dog) kepptu báðir um helgina á nýja KTM 250F hjólinu. Nate Dog keppti í THQ World Supercross GP í SkyDome en Mike Alessi keppti í Maxxis British Supercross seríuni. Þeir unnu báðir sína flokka og greinilegt að KTM verði með mjög sterkt 125 lið á næsta ári (árum?). Einnig er gaman að sjá þetta nýja hjól sem ekki er en komið á markað sé þegar farið vinna keppnir. Ben Townley varð heimsmeistari á alveg eins hjóli og Nate Dog og Alessi keyra í MX2 í sumar. Jeff Alessi keppti einnig með bróður sínum í þessari keppni í Cardiff á KTM 125 SX.

RC sigraði í 250 flokknum, og þrátt fyrir að Chad Reed, James Stewart, Kevin Windham hafi vantað, þá lagði hann menn eins og Mike Larocco á Hondu sem endaði í öðru sæti og Tim Ferry á Yamaha sem kláraði í þriðja. Það er mál manna að það sé ljóst að kallinn fíli sig í botn á nýju Súkkunni og sé farinn að keyra enn agressivar en áður.

Þetta tímabil verður bara geðveik !

Úrslit í THQ World Supercross GP:
250cc
1. Ricky Carmichael, Suzuki
2. Mike LaRocco, Honda
3. Tim Ferry, Yamaha
4. Heath Voss, Yamaha
5. Nick Wey, Honda
6. Tyler Evans, Suzuki
7. Keith Johnson, Yamaha
8. Jason Thomas, Honda
9. Damon Huffman, Honda
10. Doug Dehaan, Honda

125cc
1. Nate Ramsey - KTM
2. Kiniry - HON
3. Lockhart - YAM
4. Maximoff - HON
5. Homans - YAM