Jæja,, þá er best að fjalla smá um dempara í dag.

Byrjum á framdempurum.
Það eru 2 algengar tegundir af framdempurum í dag, þessir venjulegu með stálpípurnar upp í stýri, svo hinir sem eru kallaður UpSideDown, þ.e. á hvolfi, þeir demparar, þ.e. UpsideDown eru í raun eins og hinir venjulegu, bara á hvolfi, það hafa verið mjög skiptar skoðanir um hvort sé betra og ætla ég ekki að dæma neitt um það hér. UpSideDown er nefnilega mjög gömul hönnun, Harley Davidson notaði þessa uppsetningu í mörg ár ef ekki áratugi.
En allir þessir demparar virka eins, þ.e. það er olía inni í dempurunum sem sér í raun um fjöðrunina, það sem gerust er að það er stimpill inni í dempurunum og á þessum stimpli eru lítil göt, svo þegar demparinn fer saman þá þrýstist olían í gegnum þessi göt, eftir því sem götin eru minni og færri því hægar þrýstist demparinn saman.
Það er þrennt sem þarf að gera við framdempara til að halda þeim góðum, passa að efri pípurnar (stál) séu ekki skakkar, skipta reglulega um pakkdósir og minnsta kosti 2 á ári um olíu. Þið getið sjálf skipt um olíu, en pakkdósaskipti er best að láta fagmenn um því það þarf oftast sérhönnuð verkfæri til að taka demparana í sundur.
Til að skipta um olíu þá losið þið efri lokið af dempurunum, þ.e. hjá stýrinu, passið ykkur að vera búin að tappa lofti af dempurunum áður, og þegar tappinn skrúfast af þá er gormur innan í demparanum sem getur skotist upp þegar þið takið tappann,, hafa það í huga,, svo er lítil skrúfa neðst á neðri demparafætinum, losið þessa skrúfu alveg úr, þá á olían að leka út um gatið, athugið að það þarf ekki að taka demparana úr hjólinu þegar þetta er gert. Þegar öll olían er farin, lokið þá neðri skrúfunni og hellið olíunni í demparana að ofanverðu, best er að fá uppgefið hjá umboðinu hve mikil olía á að fara í hvorn dempara, algengt á götuhjólum er ca 500ml per dempara, og oft meira á crossara, ég hef notað sjálfskiptivökva í gegnum árin og kemur hann mjög vel út, hann er mun ódýrari en demparaolía og gerir sama gagn. Það gerir hjólinu ekkert gott að setja meiri olíu á þá en ætlast er til, japönsku verkfræðingarnir sem hanna þetta hljóta að vita meira um það en við.. ekki satt?
Svo þegar búið er að setja olíu á demparana þarf að setja loft á þá, þarna getur stundum verið smá mál að finna loftmæli sem mælir 3-5 psi, notið hjólapumpu!!!! Alls ekki nota pumpu á bensínstöð, þið getið hæglega sprengt pakkdósirnar ef þið gerið það…..helst er að finna loftmæla sem mæla svona lítið hjá jeppaköllum,,,
Ef þið lendið í einhverju óhappi, keyrið á eitthvað eða eitthvað þessháttar þannig að dempararnir skekkjast í stýrisætinu þá er oft nóg að losa upp á báðum dempurunum hjá stýrinu, losa líka framhjólið án þess þó að taka það af, hristið stýrið hraustlega þá réttast dempararnir oft af sjálfum sér.

Afturdemparar.
Þessir demparar eru í 99% tilfellum ekkert hægt að gera við ef þeir eyðileggjast, það eina sem hægt er að gera til að halda þeim vel við er að passa vel upp á grjótkast, ég hef mjög oft séð rándýra dempara eyðileggjast vegna grjótkasts, ég hef oft klippt niður bíldekk og sett utanum demparann til að hlífa honum, mjög fáir afturdemparar eru með loftventli, en þó sumir, þarna er sama og með framdeparana, notið hjólapumpu, en lesið samt á miðann hjá ventlinum, því flestir þessara dempara eru með gas en ekki loft, og ef þú setur loft á demparann þá eyðileggur þú olíuna í honum og þar með demparann,,, Passið bara að fóðringar og legur sem halda demparanum séu í lagi, þær slitna mjög fljótt sérstaklega á crossurum og endurohjólum, þær kosta skít á priki en er soldið maus að skipta um, en þvílíkur munur þegar það er búið..!!!!