Ég var að festa kaup í svona hjóli fyrir stuttu síðan. Ég held að þetta hjól megi setja í poka með hjólum eins og cr 500 og kx 500. Mér var ráðlagt frá því að kaupa það, en auðvitað hlustaði ég ekki. Var svolítið smeykur fyrst um sinn, en þetta er farið að venjast núna.

Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar KTM 380 EXC er sett í gang er geðveikislegur víbringur, og þegar snúið er upp á inngjöfina þrykkist afturendi hjólsins niður. Þú tekur af stað og hjólið virkar ljúflega á þig. Gírað er upp og gefið enn meira inn, en viti menn, það liggur við að afturdekkið komi fljúgandi fram úr þér. Ákveð að taka því aðeins rólegar, eftir smátíma hættiru að finna víbringinn í pedulunum. næsti gír valinn og gefið hressilega inn, loksins kominn upp í 4. gír. ég halla mér örlítið aftur og botna hjólið, og viti menn, autvitað er framdekkið komið á loft, og það á góðri ferð á möl. Á grasi er mjög auðvelt að lyfta hjólinu að framan í öllum gírum. Hjólið vinnur jafnt upp að hálfri gjöf, og eftir það virðist allt ætla að ærast. Það meira að segja togar helling í hærri gírum. Þetta er eitthvað sem minni tvígengis hjól geta ekki.

Brekkur, sandur og blautur sandur eru ekkert mál fyrir þetta hjól. alltaf er hægt að gefa meira inn. Þetta er bara spurning um hvað þú þorir. Hjólið er kannski í þyngri kanntinum, um 117kg í blautvigt. En það er alls ekki hægt að finna fyrir þessari þyngd. hjólið virkar mjög létt og þægilegt. Fjöðrunin er vægast sagt frábær. Hæfilega mjúk og hægt er að láta vaða yfir ótrúlegustu ójöfnur. Hjólið gleypir ójöfnurnar enn betur ef farið er hraðar. Brembo sér um bremsurnar, sem er hægt að bjóða ótrúlega mikið.

Mótorinn sem er 368cc, skilar um 65 hestöflum. í þetta léttu hjóli finnst manni það meira en nóg. Gírkassinn er 5 gíra, og mér er sagt að original eigi hjólið að geta skilað manni upp í ca 140km hraða. Vökvakúpling er auðvitað í hjólinu sem er alveg frábær uppfinning. ;)

Þessi hjól eru í heildina á litið mjög vel heppnuð, og er helv. leitt að framleiðslunni skyldi vera hætt.
_________________________________________________