Núna undafarið hefur verið mjög mikið um þjófnað á hjólum, núna á stuttum tíma hafa mörgum hjólum stolið þar á meðal ný hjól og þar má nefna RMZ 250 hjóli í eigu Inga í MotoXskólanum og KXF 250 hjóli í eigu Valda,Suzuki RMX skellinöðru,YZ 250 hjóli var nánast stolið en þjófavörnin kom sér að góðum notum,og líka var stolið Honda CR 250 95 árgerð og líka öðru Hondu CR250 minnir mig hérna úr Hafnarfyrðinum. Götuhjóli var líka stolið og er það í grein á huga.is/motorhjol.

Ætlar þetta aldrei að enda ? Það er mikill missir að hjóli manns sé stolið og hvað þá glænýju RMZ250 og KXF250….
Ég hvet alla til þess að passa að hjólin sín læst í bílskúrnum…
Og líka þess vegna vera með lás á hjólinu líka til þess að vera 99%…

Ég er búin að pæla í því undanfarið hvort þetta sé allt sama liðið að stela til þess að losna undan skuldum sem þessir aðilar gætu hafi komið sér í,hver veit….. Ef allir fylgjast vel með þá ættu 4 stroke hjólin að geta komist til réttra eiganda fljótlega því það eru ekki mörg svona hjól í umferð.

En tilgangurinn með þessari grein er að hvetja menn til að passa hjólin sín extra vel þessa dagana. Og ég vona að eigendurnir sem eiga hjólin finni þau fljótlega því þessi hjól eru rándýr! Og hvet alla til að fylgjast með þessum hjólum sem ég taldi upp.



Jónas