Ég er alltaf að rekast á fólk sem heldur að stærð sé sama og kraftur og gaura sem eru með hálfvita skap og segja karlmenn keyra 500.
Staðreyndin er sú að karlmenn keyra eins lítið og þeir geta eins lengi eg þeir geta. ef þú ert unglingur að byrja þá mæli ég stranglega með 80cc eða 85cc. Það er andskoti nógu mikil kraftur í hjólunum og ef þú ert ekki of hávaxinn þá er þetta rétta hjólið fyrir þig. Þegar þú ert farinn að kreista hvert einasta hestafl úr vélini eða ert orðin of stór fyrir hjólið þá er rétti tíminn til að stækka við sig.
Margir fara flatt af þessu og segja ég er orðinn vanur hjóla kall og ætla núna á 250 hjól. Þetta er það vitlausasta sem að hægt er að gera. þú ferð á 125 hjól þegar þú kemur af 85 hjóli. Svo þegar þú ert farinn að keyra 125 hjólið eins og James Stewart gerir (Nánast aldrey slegið af og öll 38 hestöflin berjast eins og þau geta) þá er kominn tími á 250 2t / 450 4t

Hjól með minni vél eru léttari og auðveldara er að ráða við þau. þó að þyngdin sé ekki meiri en 10 kíló jafnvel ennþá minni sem munar á hjólunum þá finnuru rosalega mikið fyrir henni.

Svona til að styrkja mál mitt ennþá meira þá skulum við fara í smá stærðfræði.

50cc skellinaðra um 2 hö = 25cc hvert hestafl
50cc minikrossari um 11 hö = 5cc hvert hestafl
125cc krossari um 35 hö = 3,5cc hvert hestafl
250cc krossari um 50 hö = 5cc hvert hestafl
750cc hippi um 90hö = 8,3cc hvert hestafl
1000cc racer um 150hö = 6,6cc hvert hestafl

Það eru að vísu fleiri hestöfl á stærri vélum en hversu mikið geturu notað hestöflin.
Venjulegur hjóla maður notar aldrey meria en 60% af orkuni í hjólinu sínu nema rétt svo þegar hann fer upp stóra brekku eða þegar hann keyrir langan beinan kafla.
Hestafla fjöldin á hjólunum er mældur á topp snúning þegar vélin hefur náð framm öllu sem hún hefur uppá að bjóða.

Fáðu þér hjól sem að þú getur notað 100% þú verður svo miklu öflugari á endanum.

Annað sem er soldið sniðgut að gera er að byrja á 250 hjóli og ná nokkurnvegin valdi á því og færa sig svo niður á 125. þú ræður fyrir vikið strax við 125 hjólið þegar þú hefur vanist gírskiftinguni og þyngdarmunurinn á hjólunum er það mikill að þér á eftir að líða eins og á reiðhjóli hvað varðar að stjórna 125 hjólinu í kröppum beygjum og í loftinu.

Leggið nú niður karlrembuna og hættið karlmenn keyra 500 vitleysuni og fáið ykkur hjól við ykkar hæfi.