Klaustur Offroad Challenge 29. maí næstkomandi verður haldin í þriðja sinn Klaustur Offroad Challenge sem er 6 tíma endurokeppni sem menn keppa annaðhvort einir í liði er tveir saman.
Þessi keppni er orðin mjög vinsæl og í fyrra kepptu um 200 manns en í ár er búist við á allt að þriðja hundruð manna munu keppa.

— Keppnisform (Copy/paste) —

Raðað verður á rásstað eftir því hvenær menn skrá sig, fyrstir skrá fyrstir fá.

Ekið verður að lágmarki í 6 klukkustundir.

Menn geta ýmist verið einir eða þá í tveggja manna liði.

Keppendur fá afhenta nálgunarbólu sem tölvuskanni les í lok hvers hringjar.

Þessi nálgunarbóla verður að fylgja þeim ökumanni sem ekur í hvert skiptið.

Ekki er um aðra talningu að ræða þannig að ef nálgunarbólan týnist verða ekki fleiri hringir skráðir.

Keppendur bera alla ábyrgð á nálgunarbólan að hún fari í gegnum skannann.

Veitta verða eftirfarandi verðlaun:

Grjótið er veitt fyrir fyrsta sætið yfir heildina
1, 2 og 3 sæti fyrir liðakeppni
1, 2 og 3 sæti fyrir einstaklingskeppni
1 sætið í Bara Íslendingar (er háð því hvort að útlendingar taki öll efstu sætin líkt og gerðist 2003)

————————————————— —————

Hvet ég alla til að taka þátt í þessari stórskemmtilegu keppni.

<a href="http://www.ismennt.is/not/kjartanh/klaustur/skra ning.html“target=”_blank“>Skráning hér</a>

<a href=”http://www.ismennt.is/not/kjartanh/klaustur/“ta rget=”_blank">Heimasíða keppninnar</a