Paris Dakar byrjar 1.Janúar 2004

Bretinn Stephen Hague sem keppti með Kalla KTM í UAE Desert Challenge 1998 og 1999 er á leið í Paris-Dakar 2004. Stephen hefur einu sinni áður keppt í Dakar rallyinu árið 1999 og lauk þá keppni í 37 sæti. KTM Ísland verður honum til aðstoðar og sér um að útvega KTM 660 Factory Replica keppnishjól ásamt því að útvega honum þjónustu frá keppnisliði KTM Austria. Heildarkostnaður við þáttöku í Dakar er ca. 5.000.000,- og er fyrirtækið Conserve aðalstyrktaraðili hans í þessu erfiðustu mótorsport keppni heims. Stephen er skráður í Dakar sem keppnislið KTM Iceland líkt og þegar hann keppti 1999. Gaman verður að fylgjast með kappanum á Eurosport í janúar.

Ég mun reyna koma með fréttir þegar keppnin er hafin af Stephen Hague og fleirum.T.d.Úrslit og fleira….