ATH Með leyfi Kalla!!

Tillögur að breytingum á keyrslu Íslandsmótsins í Enduro fyrir árið 2004. Skerpa þarf á öllum tímasetningum og keyra keppnina í gegn á styttri tíma.

Legg ég til að mæting keppanda sé kl: 9:00 með hjólin í ?Parc Farme? þar sem þau eru skoðuð og fara þaðan beint á ráslínu. Upphitunarhring verði sleppt en þeir sem hjálpa til lágmark 3 klst. við brautarlagninguna fá að keyra 2 hringi kvöldinu áður.

Ræsing kl: 10:00 A flokkur ræstur fyrst en B flokkur ræstur 1 til 2 mínútum seinna. A flokkur ekur í 90 mínútur en B flokkur í 50 mínútur. Til að gera þetta mögulegt þarf væntanlega að koma upp A og B talningarhliði.

Ræst er í seinni umferð dagsins kl: 12:30 eða 13:00 og er þá ekinn öfugur hringur og B flokkur ræstur 1 til 2 mínútum síðar. Sömu reglur og hafa verið varðandi refsingar en tekið harðar á öllum reglum strax frá fyrstu keppni ársins.

B flokkur hefur ekið í 60 mínútur eina umferð á keppnisdag en tíminn yrði styttur í 50 mínútur og eknar 2 umferðir jafnt á við A flokk. Stigagjöf sú sama og verið hefur. 3 flokkar keyrðir í A og B flokk. 125 2T og 250 4T, 250 2T og 450 4T og svo opinn flokkur.

Verðlaun og úrslit:
Veitt eru verðlaun fyrir samanlagðan árangur dagsins, medalíur fyrir flokka og bikarar fyrir heildarúrslit 1. 2. og 3. sæti. í A og B flokki. Keppendum í A og B flokki sem lokið hafa heildarkeppni dagsins yfir heildina í verðlaunasæti skulu mæta til verðlaunaafhendingar. Ef þeir eru ekki mættir skulu þeir færðir niður um sæti og færist næsti keppandi upp. Ef keppendur hafa sama stigafjölda eftir 2 umferðir dagsins gildir samanlagður betri aksturstími hvor er á undan. ATH. ólíkt því sem tíðkast í Moto-Cross þar sem betri árangur í loka Moto ræður úrslitum.

Keppnisbrautir verði ALLTAF lágmark 10 km. Öll aðstoð við keppendur fari fram á ?Pittsvæði?, bensínáfylling, gleraugnaskipti og aðrar viðgerðir. Keppendum er leyfilegt að njóta aðstoðar áhorfenda ef þeir hafa fest sig og er þeim einnig heimilt að gera við hjól sín í brautinni en aðeins með þeim verkfærum og búnaði sem þeir bera með sér. Aukabensíntankar skulu vera sérframleiddir fyrir viðkomandi hjól.

ENDURO 2004

Mæting í skoðun: 09:00 Mæting á ráslínu: 09:45 1. Umferð A start: 10:00 1. Umferð B start: 10:01 1. Umferð B lok: 10:51 1. Umferð A lok: 11:30

Hlé:

Mæting á ráslínu: 12:45 2. Umferð A start: 13:00 2. Umferð B start: 13:01 2. Umferð B start: 13:51 2. Umferð B lok: 14:30

Verðlaunaafhending: 15:15

Þetta eru aðeins mínar hugleiðingar til betra keppnishalds og vonast ég til að heyra í mönnum á málefnalegum nótum um hugmyndir að bættu og betra keppnishaldi. Kveðja, Karl Gunnlaugsson