Árshátíð Vík Árshátíð Vík var haldin þann 11. október seinastliðinn.

Þegar maður kom inn við dyrnar þar sem árshátíðin var haldin var rifið af miðunum og síðan var boðið bjór eða smirnoff ice á 400 bjór og smirnoff á 500 (ískallt).

Í forrétt var sérrilöguð sveppasúpa og í aðalrétt var Svínakjöt, kjúklingaleggir, sósa, salat o.fl. Eftirrétturinn var að sjálfssögðu kransakaka og konfekt.

Meðan á matnum stóð voru sýndar myndir frá keppnistímabilinu og yfir þeim var grátið, hlegið og skammast. Eftir matinn voru sýnd tvö myndbönd frá keppnistímabilinu. Það fyrra var frá honum Kalla KTM en það seinna var frá Bjarna Bærings.

Þessi tvö myndbönd voru þrusugóð og var hlegið mikið, sérstaklega þegar myndband Bjarna Bærings var sýnt og kom texti sem stóð á “Pabbi vikunnar” og var sýnt atvik sem kom upp á svínshaga við Hellu þegar Gunnlaugur Karlsson (macinnis) datt í ánni og drekti hjólinu og pabbi hans kom stökkvandi útí ánna og datt í henni. Þetta var náttúrlega bara snilld.

Þegar líða fór á kvöldið var áfengið farið að stríða fólki og brutust út slagsmál, brotnaði veggur, brunaboði rifinn af vegg og einnig koma hjónabandserjur inn í þetta.

Ef slagsmálin og það væri tekin frá hefði árshátíðinn verið 100% en útaf þessu seinast var hún perfect þangað til að allir voru orðnir mjög drukknir.