Tvígengisvélar Smá fróðleikur um tvígengisvélar…

Nafnið tvígengisvél er dregið af því að sveifarásinn snýst aðeins 2 snúninga per sprengingu meðan fjórgengisvélar snúast 4 snúninga.

Tvígengisvélin er mjög gömul hönnun, og jafnvel hægt að fá dísel tvígengisvélar, það eru ekki knastásar í tvígengisvélum þar sem það eru engir ventlar, það sem stýrir bensín inntöku og útblæstri eru op í cylindernum, hér kemur í stuttu máli lýsing á hvernig 2gengisvél vinnur…(basic vél)

Þegar stimpillinn fer upp þá sogast bensíngufur úr blöndung niður í sveifarhúsið, (þessvegna þarf olíu í bensínið vegna þess að sveifarhúsið er í raun forðabúr fyrir bensín),, þessar gufur sogast í gegnum göng í vélinni sem eru kölluð port,,
þegar stimpillinn fer niður þá minnkar holrúmið í sveifarhúsinu og bensíngufan sem er þar þrýstist upp um annað port og inn í cylinderinn, en á meðan stimpillin fer niður og upp ýtir hann líka út pústgufum út um svokallað pústport og þaðan út í pústkerfið.
þegar stimpillinn fer upp, þá fer hann fyrir og lokar götum í cylindernum (portunum) þannig að hann ýti ekki bensíninu aftur út úr cylindernum, þegar stimpillinn er komin í efstu stöðu (eða mjög nálægt því) kveikir kertið í bensíninu og úr verður sprenging sem þeytir stimplinum niður, og svo byrjar hringrásin aftur…

það eru samt nokkur atriði sem verður að hafa í huga með 2gengismótora,,, þegar stimpillinn er að fara upp til að þjappa bensíninu, þá er eitt augnablik þar sem öll port eru opin, og þar sleppur bensín út, þó aðallega út um pústportið, en þá kemur pústkerfið til sögunnar,, pústkerfi á tvígengismótorum er þannig uppbyggt að við sprengingu í cylinder þá fer hljóðbylgja út um pústið, þessi hljóðbylgja fer út í enda á pústinu og snýr þar við og kemur aftur inn í cylinderinn, en í leiðinni ýtir þessi bylgja bensíni sem er að reyna að komast óbrunnið út um pústið aftur inn í cylinderinn,,, þetta segir okkur bara eitt,,, ef þú breytir pústinu á hjólinu þínu, þá breytir þú einnig tímasetningu þessarar hljóðbylgju,,, ef þú t.d. setur lengra púst á hjólið, þá er bylgjan lengur á leiðinni til baka, og þar af leiðandi ýtir hún ekki bensíninu nógu vel inn í cylinder aftur, en ef þú setur of stutt púst þá ýtir bylgjan bensíninu of langt og alveg niður í sveifarhús aftur…
Flækjur á fjórgengisvélum gera nákvæmlega sama hlutinn…
Einnig er uppbygging pústsins mjög mikilvæg, þar sem pústið kemur saman í endann er nákvæmlega útreiknað og smá breyting getur gert hjólið þitt að algjörum traktor.

Svo má líka tala um hljóðkútinn, margir halda að taka af hljóðkútinn gefi meiri kraft, þetta er ekki rétt, því hljóðkúturinn og beina rörið sem kemur milli kúts og pústs (belgs) sér um að halda þrýsting inni í belgnum, því án þrýstings virkar hljóðbylgjan ekki eins og hún á að gera,, verður slöpp og óáræðanleg.
Þið þurfið ekki annað en að skoða professional moto-cross hjóol, þá sjáið þið að þau eru án undantekningar með hljóðkút,, og þetta er ástæðan.

Meira seinna…