Yamaha V-Max Mér langar aðeins að fjalla um eitt draumahjólið mitt..
Yamaha V-Max.

Þetta hjól kom fyrst á markaðinn 1985, með V4 vél, drifskafti og ógnarkrafti.
Fljótlega kom í ljós að fólk hafði ekki almennt vald á því að aka hjólum með þennan kraft, (145 hestöfl) og endaði margur Maxinn utan vegar eða á einhverjum kyrrstæðum hlutum, og margir ökumenn létu lífið eða örkumluðust vegna slysa á Maxinum.
Þetta varð til þess að flest tryggingafélög í Bandaríkjunum hættu að vilja tryggja þessi hjól, eða þá hækkuðu Max tryggingar upp úr öllu valdi, og varð þess vegna á árunum 1987 - 1991 hægt að fá Maxinn tiltölulega ódýrt í Bandaríkjunum.

Ég hef ekið á svona hjóli, þ.e. 1985 árgerðinni og ég hef ekki kynnst öðru eins, hvorki fyrr né síðar, margir segja að þetta hjól sé stórhættulegt í beygjum en virki ógurlega á beinum köflum, þetta er rétt, þetta er svokallaður Cafe-Racer, þ.e. fara á milli 2 staða í beinni línu á sem stystum tíma, :)..
Þetta hjól er 258 kíló með fullum tank, sem er lítill,, aðeins 15 lítrar,,(oft á varatanknum)..
Með réttum ökumanni er ekkert hjól sem tekur Mad Max á kvartmílunni, opinberir verksmiðjutímar á mílunni er 10,94 sek, en ég hef séð prófun sem Gleason, einn fremsti prufuökumaður heims gerði á einni helgi á kvartmílubraut í Bandaríkjunum, hann tók óbreyttann Max, setti á hann slicka og prjóngrind, (sem er/var löglegt í standard flokki) og náði 9,26 sek kvartmíluna.. ég hef ekki séð betri tíma en þetta á óbreyttu hjóli ever..
Þetta hjól er uppgefið 3,1 sek í 100 km, 11,2 sek í 180 km og hefur hámarkshraða upp á 239 km klst.

Suzuki Hayabusa 1300 sem er um 170 hestöfl hefur verið prófað á kvartmílunni, en besti tíminn sem ég hef séð af því hjóli er 9,4 sek.

V-maxinn er framleiddur til dagsins í dag fyrir utan árið 1987, Þrátt fyrir að Yamaha virðist vera að leggja mikla áherslu á 2 cyl hippana þá heldur Maxinn enn velli, sterkur sem endranær, og er búið að gefa út 2001 útgáfuna af þessu klassíska hjóli þrátt fyrir að Max aðdáendur voru áhyggjufullir um að Yamaha myndi hætta að framleiða hjólið.. en til allrar hamingju er enn smá vit í Nippanum.. ;)

Ég hef séð vélar úr þessu hjóli notaðar í bíla, go karts, fjórhjól og vélsleða, en sennilega skemmtilegasta útfærslan var í Yamaha 4hjóli sem var notað í dune race,, þ.e. eyðimerkur keppnir, sennilega eitt af fáum 4hjólum sem náði yfir 200 km hraða á sandi.. :)