Lokaumferð Íslandsmótsins í Enduro fer fram við Húsmúla (rétt hjá Litlu Kaffistofunni) á laugardaginn.

Svona verður dagskráin og skipulag:

1. Keppt er eftir reglum MSÍ (Mótorsportsamband Íslands).

2. Framkvæmd keppninnar.
Keppendum ber að mæta á keppnissvæðið fyrir klukkan 9:00. Fyrir hverja byrjaða mínútu sem mætt er of seint er er 1 mínúta tekin út sem víti eftir fyrsta hring. Keppendum ber að mæta í skoðun á þeim tíma sem honum er gefinn (sjá. töflu Mæting/skoðun). Fyrir hverja byrjaða mínútu sem keppandi mætir of seint í skoðun eða á ráslínu verða jafnmargar mínútur teknar út sem víti eftir fyrsta hring.

Flokkaskipting

Meistardeild

að 125 2t +250 4t / að 250 2t + 450 4t / að 650 2t + 650 4t

Verðlaunapeningar fyrir 3 efstu í hverjum flokki.

Fyrir 3 efstu í heildarkeppni bikarar.

Baldurdeild - opin flokkur (allar stærðir)

Lávaraðadeild (+40 flokkur) - opinn flokkur (allar stærðir hjóla)

Ræsing

Fyrri umferð Meistaradeildar verður ræst með hlaupastarti og ekið að lágmarki í 90 mínútur. Sigurvegarinn verður flaggaður fyrstur út.

Baldursdeild verður ræst með hlaupastarti og ekið í 55 - 60 mínútur. Sigurvegarinn verður flaggaður fyrstur út.

Seinni umferð verður ræst þannig að keppendur sitja á hjólunum með dauðan mótor, 10 - 15 í línu (fer eftir aðstæðum sem keppnisstjóri metur hverju sinni).

Ekið að lágmarki í 90 mínútur. Sigurvegarinn flaggaður fyrstur út.

Prufuhringurinn og keppnisleið

Prufuhringuriner farinn áður en keppnin byrjar. Í prufuhringnum er ekin hin eina rétta leið sem keppnin á að vera á að má mest fara 5 metra til vinstri og hægri frá þeirri leið sem keppnistjóri sýndir keppendum í prufuhring. Ef farið er út fyrir þessi mörk má keppandi búast við refsingu sem er víti eða jafnvel frávísun úr keppni. Þegar ekið er eftir greinilegum slóða má ekki fara út fyrir hann, þar gildir 5 metra reglan ekki. Sleppi keppandi hliði eða fer öfugu megin við stiku verður viðkomandi keppanda strax refsað með víti. Ef keppandi þarf að hætta keppni af einhverjum ástæðum verður hann að koma sér út úr brautinni hið fyrsta og vera ekki fyrir öðrum keppendum. Ef keppandi þarf að fara inn á viðgerðarsvæðið má aðeins aka eftir keppnisbrautinni og aldrei utan hennar. Þegar komið er úr prufuhringnum fer sá sem hana leiðir að ráslínu og eiga keppendur að gera það sama og raða sér upp eftir tilmælum keppnisstjórnar. Ekki er heimilt að bæta á hjólið bensíni eftir að prufuhring fyrr en keppni er hafin.

Verðlaunaafhending

Keppandi sem unnið hefur til verðlauna og mætir ekki á verðlaunaafhendingu missir áunnin stig úr viðkomandi keppni. Keppendur eru undanþegnir þessu með fengnu leyfi keppnisstjóra.



3. Tímatöflur vegna keppninnar.

Mæting og skoðun

Tími Númer
9:00 - 9:05 # 1 - 15
9:05 - 9:10 # 16 - 30
9:10 - 9:15 # 31 - 45
9:15 - 9:20 # 46 - 60
9:20 - 9:25 # 61 - 75
9:25 - 9:30 # 76 - 90
9:30 - 9:35 # 91 - 105
9:35 - 9:40 # 106 - 120
9:40 - 9:45 # 121- 135
9:45 - 9:50 # 135 - 150
9:50 - 9:55 # 151 - 175
9:55 - 10:00 # 176 - 190
10:00 + #191 -

Tímatafla vegni endurokeppna

Flokkur Mæting á ráslínu Keppni hefst Keppni líkur Úrslit birt Verðlauna afhending
Prufuhringur 10:15
Meistaradeild 10:45 11:00 12:30 13:00 17:20
Baldurs deild 12:45 13:00 14:00 14:15 17:30
Meistaradeild 14:15 14:30 16:00 16:30 17:35


Einnig vil ég koma mikilvægum hlut á framfæri sem er þessi: Endurokeppnin er í friðuðu landi og verða allir að haga sér samkvæmt því. Þetta á við um keppendur, aðstoðarmenn, starfsmenn keppninnar og áhorfendur. Með tilvísun í keppnisreglur í enduro má ekki aka keppnisbrautina fyrir keppni (sjá reglur n.o. 6.1.1) og getur orðið til þess að viðkomandi keppandi fái ekki að vera með í þessari keppni. Áhorfendur eru beðnir um að virða landið þar sem þessi keppni er á friðuðu landi með því að aka ekki utan vega við keppnissvæðið. Aðeins er leyft að aka í þessari keppnisbraut í 1 dag og eru það tilmæli keppnisstjórnar að menn virði það. Aðeins keppendur og starfsmenn tengdir henni fá að vera á mótorhjólum á keppnissvæðinu.

Þú getur skráð þig í keppnina <a href="
http://www.motocross.is/keppnir/2003/Skran_end uro_03.asp“target=_blank”>hér</a>


Vonandi nýtist þetta ykkur eitthvað.

Kær kveðja,

Aron (Wiss) <a href="
http://www.icemoto.com“target=_blank”>Smellt u hér</a