Sprungið dekk, hvað skal gera ? Hvað eigum við að gera ef það springur dekk hjá okkur í enduro túr eða einhverju öðru ?

Í fyrsta lagi: Alltaf að hafa með sér dekkjaviðgerðapakka (hægt að kaupa t.d. á bensínstöðvum).

Í öðru lagi að hafa með sér pumpu (hægt að kaupa útum allt en það er til eitt sniðugt sem er gaspumpa, setur svona hylki á pumpuna og það pumpast í dekkið á “no time”).

Það er mjög algengt að maður sprengir dekkið hjá sér þegar maður er að hjóla þess vegna á maður alltaf að vera viðbúinn að eitthvað gerist og vera með þá rétta búnaðinn í það, sérstaklega þegar maður er í löngum túr.

Eitt skaltu helst ekki gera. Það er að hjóla á sprungnu dekki langa vegalengdir nema þú tímir að fara að kaupa þér nýja gjörð o.fl. Það er eitt sem er ekkert sniðugt.

Talandi um að hafa verkfæri og allan búnað þegar maður er að hjóla ef eitthvað skildi gerast, þá tek ég alltaf með mér stóra tösku sem ég hef á bakinu í túra hvort sem þeir eru stuttir eða langir og verkfærin hafa oft bjargað mér.

Takk fyrir,

Aron Frank (Icemoto)