Motocrossið á Álfsnesinum var hreint og beint BOMBA B-O-B-A og er ekkert annað hægt að segja um það.

Ræst var klukkan 10:30 í unglingaflokki og var það 125cc flokkurinn sem byrjaði. Eftir 15 mínútna keyrslu hjá þeim í brautinni tók 85cc flokkurinn við. Brautin var öðruvísi fyrir 85cc hjólin og var brautin stytt um meira en helming. Úrslit úr unglingaflokki eru hér neðst í fréttinni.

Klukkan 14:00 var ræst í 1 moto í meistaraflokki og tók þá spennan að magnast. Þetta var hreinlega ótrúlegt að sjá þessa “Atvinnumenn” krúsa í brautinni eins og ég veit ekki hvað. En það voru 2 menn sem skáru frammúr í 1 mótói og voru það Svíarnir Fredrik og Morgan. Þeir keyrðu Álfsnesið á þvílíkum rosa hraða, stökkum sem ekkert er hægt að líkja við (nema stökkunum hjá Valda Pastrana) og þeir voru allan tímann með bensínið í botni. Í öðru mótói var það Viggó Örn Viggósson sem veitti Svíunum harða baráttu og voru þeir í miklu basli að stinga hann af. Í þriðja mótói var eingin mótstaða hjá Íslendingunum við Svíana.
Það eftirminnilegasta í keppninni var í þriðja mótói þegar Einar Sigurðsson ók mótóið á KTM 125 sx sem hann fékk í láni vegna þess að kveikjan fór í hans hjóli, heimildir mínar herma að hann hafi endað í 11. sæti í því mótói.

Úrslit

Kvennaflokkur

1.sæti Sara Ómarsdóttir - KTM 125 sx
2.sæti Aðalheiður Birgisdóttir - Yamaha TTR 125
3.sæti Aníta Hauksdóttir - Yamaha TTR 125

Unglingaflokkur 85cc

1.sæti Freyr Torfason - Suzuki Rm 85
2.sæti Svavar Friðrik Smárason -Yamaha Yz 85
3.sæti Steinar Aronsson - Kawasaki 85

Unglingaflokkur 12cc

1.sæti Kári Jónsson - Tm 125
2.sæti Gunnlaugur Karlsson - KTM 125 sx
3.sæti Ágúst Már Viggósson - Honda Cr 125

Baldursdeild

1.sæti Gunnlaugur Rafn Björnsson - Yamaha Wr 450
2.sæti Gunnlaugur Karlsson - KTM 125 sx
3.sæti Hjálmar Jónsson - Honda cr 250

Meistaraflokkur

1.sæti Fredrik Johansson - Suzuki Rm 250
2.sæti Morgan Carlson - Suzuki Rm 250
3.sæti Viggó Viggósson - Tm 300