Motocrossskolinn fór vel fram þrátt fyrir leiðindarvesen hjá yfirvöldum í Ólafsfirði, farið er að líta út eins og yfirvöld hafi engan áhuga að fá Motorsportista í bæinn (og reyndar orðið persónulegt), reyndu þau að stöðva keppni fyrir 2 vikum og núna að loka æfingasvæðinu (brautinni) bara vegna þess að þar átti að vera manna mót. Brautin er buinn að vera í fullri notkun í margar vikur án vandamála en allt í einu þegar fólk safnast saman þá er reynt að finna leiðir til að loka svæðinu, hellingur af utanbæjarliði mætti í fjörðin til að gista á hótelinu, tjaldsvæðum og fl. allir með pening til að eyða, sem ætti að vera bæjarfélaginu til góða. Með svona framkomu við þennan hóp af “gestum” er verið að útiloka tekjur til bæjarins sem skila bænum milljónum. Eins og staðan er í dag er búið að setja 3 lykilmenn úr motorsportinu í Eyjafirði í ótímabundið bann við við keppnishald í ólafsfirði, ákveðið af sýslumanni. þetta þýðir að það verða ekki fleiri snjósleðamót, motocross né fleiri atburði tengdu mótorsporti á næstuni. Fleirum en bara motorsportistar eru í vandræðum með sýslumann, stór fyrirtæki hafa hótað að flytja úr ólafsfirði nema sýsló verði sett af, enda er klárlega verið að skemma fyrir atvinnurekstri. Lögregla hefur verið notuð sem leikskoppur og vaðandi villu vegar, í þokkabót með takmarkað uppplýsingar fyrir hendi, og ekki hægt að hafa eðlileg samskipti við hvorugan aðilann.
Miklar óánægju raddir eru vegna þessa sýslumanns og er okkar von að eitthvað leysist í þessum málum svo hægt verði að opna fjörðin fyrir motorsporti aftur, því að það er klár afstaða að það verður ekki farið aftur í ólafsfjörð meðan mál standa óbreytt.

VERSLÓ, KKA ætlar að halda Torfærukeppni á krossurum og vatnakross á vélsleðum um versló. Hvetjum alla motorsportista til að mæta norður og leika sér með okkur.

Með leyfi frá lexa , www.lexi.is

Kv,Gulli