Ein af mörgum umferðum í heimsmeistara mótinu í Motocross fer fram á Laugardag og Sunnudag nk. í Svíþjóð. Ég, Freyr Torfa, Bjarni og Jói bærings ásamt kærustu sinni förum út á föstudags morgun og lendum í Danmörku. Þaðan keyrum við svo yfir til Sweden. Á Laugardeginum eru svo æfingarnar fyrir hádegið, en tímatökurnar fyrir keppnina fara svo fram eftir hádegi. Íslenski hópurinn mun hitta hinn tvöfalda heimsmeistara sem hefur titil að verja Mickael Pichon (Suzuki RM250 2stroke)um kl. 17:00 á Laugardeginum eftir tímatökur og hinn margfalda heimsmeistara Stefan Everts (Yamaha 450 4stroke) um kl. 18:00. Allt er þetta að þakka hinum góðkunna Þór ‘Thunder’ Þorsteinssyni, en hann kom þessu ÖLLU saman í kring. Hann munum við svo þarna úti þar sem hann eyðir Sumarfríi sínu með unnustu sinni. Ekki má gleyma því að á Laugardagskvöldið fara Bjarni, Jói og CO í grillveislu (eins og þeir orðuðu það) = fyllerí hehe með öllum ökumönnunum. Á Sunnudeginum er svo aðal keppnin og þá verður sko gaman. Á mánudeginum verður svo keyrt til baka til Danmerkur þar sem verður ennþá skemmtilegra því þá verður VERLSAÐ MIKIÐ !!!!! Svo liggur leiðin út á flugvöll og aftur heim um kvöldið q;-) SNilldin EiN… !