Opið púst. Ég skrifa þetta vegna greinarinnar hjá ponta (afhverju hávaða)
Ég var að vinna við pústsmíðar og veit nokkuð um þetta.

Opið púst er mjög sniðugt og gefur þér meira hljóð í hjólið. Fínt, ef þetta er vel gert þá er ég ekki að setja út á þetta. En spyrjið ykkur nú, hverju er þetta að skila???

Sumir segjast gera þetta til að það heyrist í þeim í umferðinni. Helvíti sniðugt en kolrangt. Það heyrist ekki í þeim fyrr en þeir eru komnir framúr bílnum. Samkvæmt mínum útreikningum þá er það orðið of seint. Sá sem var í bílnum er búinn að míga í framsætið á flotta benzanum sínum vegna þess að þú hræddir úr honum líftóruna með að ÖSKRA framúr honum á 120+. Hljóðið fer einfaldlega sömu leið og reykurinn. Einföld eðlisfræði.

Krafturinn.
Ætla ekki að fara að rífast við ykkur um það að þetta bæti ekki kraftinn. Þetta er bara ekkert að virka á götunum. Þetta er kannski að skera hálfa sekúndu af tímanum frá 0 - 150. Þetta er að skila sér á keppnisbrautunum en ekki á götunum. Opið pústkerfi er bara að skila einhverjum almennilegum tölum á stórum vélum. Og ég er ekki að tala um hjól. Ég skal taka sem dæmi, patrol jeppinn með þriggja lítra vél er að fá svona 20hö auka ef þú setur 3" opið kerfi í hann. Það er líka því hann er með þriggja lítra vél. En á hjólum eruð þið að berjast við að ná kannski 1 - 5hö úr hjólinu.

Ég neita því ekki að þetta lítur oft vel út á hjólunum ef það er hannað fyrir það hjól. EKKI fara að nota eitthvað universal rusl. Það er voða flott fyrst en eftir smátíma þá ertu orðinn þreyttur á því því vinur þinn er með flottari kút.

Ég persónulega ætla ekki að fá mér opið púst. Ef ég er eitthvað ósáttur við kraftinn eða hljóðið þá fer ég bara og fæ mér hjól með stærri mótor. Þar er ég kominn með meiri hávaða og meiri kraft.