Mig langar að leita svara við því hjá ykkur hyppa og cruisera eigendur sem ég er sjálfur, hvers vegna bora menn upp pústið á fallegum cruiserum eða setja annað púst t.d. shotgun!
Er það vegna þess að sumum finnst það töff að æra lýðinn, láta bera á sér, auka kraft,sem venjulega er nú allveg nóg af í góðum cruiser eða af einhverri annari ástæðu sem ég hef ekki fattað. ?
Vinsamlega leiðið gamlingjann í sannleikann með þetta, mér finnst persónulega að fallegur cruiser/hyppi eigi að hafa sitt upphaflega sound þ.e. oftast frekar hljóðlátt en samt heyrist urrandi krafturinn þegar gefið er inn.
En svona er nú stutt hugsað líklega.
Er ég sem sé rosalega hallærislegur af því ég tími ekki að bora út pústið. ??
Bestu kveðjur:
pontiac